Skip to content

Undirbúningur fyrir Gott mál nær hámarki

Gott mál

Undirbúningur fyrir góðgerðardaginn okkar í Hagaskóla, Gott mál, stendur nú sem hæst. Nemendur skipuleggja fjáraflanir og tryggja að allt verði tilbúið þegar stóri dagurinn rennur upp þann. 1. október næstkomandi. Kaffihús, veitingasala, þrautakeppnir, happadrætti og draugahús eru meðal þess sem er að verða tilbúið. Húsið opnar kl. 16.00 og eru allir velkomnir í Hagaskóla þennan dag.

Samvinna og umhyggja fyrir öðrum er lykilatriði í undirbúningi á Góðu máli.

60 ára afmæli Hagaskóla

Sama dag, þann 1. október nk., eru liðin 60 ár frá því að Hagaskóli var fyrst settur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og miklar breytingar orðið á skólastarfi. Í tilefni dagsins verðar myndir úr skólastarfinu til sýnis, auk þess sem bekkirnir í skólanum mun setja upp litlar sýningar sem varpa ljósi á tíðarandann síðastliðin 60 ár.

Til minnis

  • Gott mál og afmælishátíð skólans hefjast kl. 16.00 og lýkur kl. 19.00
  • Posi er á staðnum, en það einfaldar heimsóknina að koma með reiðufé
  • Allir eru velkomnir