Tjáning um kynheilbrigði

Nemendur í 8. bekk taka þátt í Barnamenningarhátíð sem nú stendur yfir. Undanfarið hafa þeir unnið textílverk sem eru innblásin af verkum listakonunnar Kristínar Gunnlaugsdóttur. Verk Kristínar fjalla oft um líf konunnar og kynvitund og tengjast því umræðum um jafnrétti kynjanna og mikilvægi heilbrigðar sjálfsvitundar, ekki síst hjá ungu fólki. Sýning á verkum nemendanna er í Þjóðminjasafninu og var opnuð við hátíðlega athöfn á síðasta vetrardag. Sýningin verður opin á milli klukkan 10 og 17 til sunnudagsins 23. apríl. Hér að neðan eru myndir frá opnuninni en verkefnið var unnið undir handleiðslu Hjörnýjar Snorradóttur, myndmenntakennara og Brynju Emilsdóttur, textílkennara.