Skip to content

Til hamingju Jökull!

Jökull Jónsson nemandi í 10. AÞH hlaut í gær þann 21. febrúar  á Alþjóðadegi móðurmálsins Íslensku verðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu.

Verðlaunin, sem venjuleg eru veitt á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember,  eru á vegum Skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og var þetta í 15. skipti sem þau eru veitt. Verndari þeirra er frú Vigdís Finnbogadóttir.