Skip to content

Strákar og hjúkrun

Strákar og hjúkrun er á vegum jafnréttisnefndar Landspítala í samstarfi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri.

Í morgun kom teymi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í heimsókn og var með vinnusmiðju fyrir strákana í 9. bekk. Drengirnir voru mjög áhugasamir enda fengu þeir að fara á milli tólf stöðva og fá innsýn í fjölbreytt störf þessara starfsstétta. Sem dæmi má nefna fengu drengirnir stutta þjálfun í endurlífgun, flókinni aðhlynningu, losun aðskotahluts úr öndunarvegi á dúkku, skipta um umbúðir á gervisárum, æfa sig í að sprauta í gervihandlegg og fleira.
Hjúkrunarfólkið hrósaði strákunum okkar upp í hástert fyrir prúðmannlega framkomu og sögðu það hafa verið afar ánægjulegt að leiðbeina þeim.
Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilega morgni.