Skip to content

Stafræn gróska í Hagaskóla

Frá því á síðasta skólaári hefur staðið yfir undirbúningur fyrir innleiðingu verkefnisins Stafræn gróska sem gerir ráð fyrir að grunnskólar í Reykjavík útvegi nemendum á unglingastigi tæki á mann. Um er að ræða umfangsmikið verkefni sem stendur yfir skólaárin 2021-2023 og snýr að hraðari innleiðingu stafrænnar tækni með uppbyggingu tæknilegra innviða og þjónustu, starfsþróun og ráðgjöf, eflingu stafrænnar hæfni og markvissri, ábyrgri og framsækinni notkun tækni í skóla- og frístundastarfi í borginni.

Stafræn gróska (sjá upplýsingar á vef verkefnisins):

  • byggir ofan á mikilvægt starf og skólaþróun síðustu ára og missera.
  • stuðlar að framþróun náms, starfs- og kennsluhátta.
  • tengist stafrænni umbreytingu í Græna planinu og menntastefnu Reykjavíkurborgar.
  • leggur megin áherslu á fagmennsku og samstarf um barnið sem virkan þátttakanda.
  • styður jöfn tækifæri og valdeflingu nemenda í gegnum tækni og sköpun.
  • er tækifæri til að láta drauma sína rætast.

Nú í vikunni fór afhending búnaðar af stað í 8. bekk og gekk allt eins og í sögu … á Hótel Sögu. Um er að ræða nýjar Chromebækur með snertiskjá sem hægt er að snúa í 360° og nýtast því einnig sem spjaldtölvur. Tölvunum fylgir penni og hleðslutæki. Í næstu viku verður svo farið af stað með að afhenda 9. bekkingum tæki og svo 10. bekkingum sem munu nýta eldri og fjölbreyttari búnað.

Myndir frá nemendum í 8. bekk að vinna með nýja búnaðinn: