Skip to content

Smit staðfest

Eins og kom fram í pósti frá skólanum  í gær var einn nemandi í 10. bekk mögulega smitaður. Nú hefur smit verið staðfest.

Umræddur nemandi var síðast í skólanum 13. mars s.l.

Í samvinnu við smitrakningateymi fara nú tveir 10. bekkir (10. SB og 10. SMV) í tveggja vikna sóttkví og er miðað við 13. – 27. mars.  Einnig fara fjórir kennarar skólans í sóttkví frá sama tíma. Þrír af þeim hafa verið við störf í 10. bekk í þessari viku.

Gert er ráð fyrir því að skipulögð kennsla í 8. og 9. bekk verði með óbreyttu sniði á morgun og í þeim 10. bekkjum sem ekki voru nefndir hér að ofan.

Það er ljóst að róðurinn þyngist dag frá degi en hér í Hagaskóla eins og annars staðar í samfélaginu skiptir samtakmáttur miklu máli.

Heimili og skóli eru með frétt á heimasíðu sinni varðandi samgang barna eftir skóla sem við biðjum foreldra að kynna sér https://www.heimiliogskoli.is/2020/03/18/um-samgang-barna-eftir-skolatima-a-medan-samkomubanni-stendur/

Eins er bent á covid.is

Foreldrum er þakkað kærlega fyrir góðan skilning og hlý orð sem borist hafa síðustu daga.