Skip to content
Aðalbygging Hagaskóla við Fornhaga í Vesturbæ Reykjavíkur

Velkomin á vef

Hagaskóla

Hagaskóli tók til starfa í hluta núverandi húsnæðis 1. október 1958. Skólinn er beint framhald skóla þess er nefndist Gagnfræðaskólinn við Hringbraut, og var í leiguhúsnæði að Hringbraut 121. Sá skóli tók til starfa 1. október 1949. Hagaskóli var byggður í áföngum 1956 - 1963. Byggingaframkvæmdir hófust að nýju veturinn 1988 - 1989. Byggð var ný álma meðfram Dunhaga með 7 kennslustofum.

Um skólann

Þröngt hefur verið í skólanum alla tíð. Vesturbærinn byggðist hratt á 6. og 7. áratug aldarinnar og 240 nemenda árgangar gengu í gegn ár eftir ár. Miðbæjarskólinn var lagður niður og skólahverfið stækkaði. Skólinn var tvísetinn og kennt fram undir kvöld. Nemendafjöldi fór yfir 850.

Skólahverfi Hagaskóla er allur Vesturbærinn, frá flugvelli og Lækjargötu út að Seltjarnarnesi. Tvísetningu lauk 1976 og varð þá kleift að vinna við eðlilegar aðstæður í Hagaskóla. Auk heimafólks hafa jafnan verið allmargir nemendur utan hverfis í skólanum.

Hagaskóli hefur þá sérstöðu meðal annarra Reykjavíkurskóla að vera stór safnskóli eingöngu fyrir unglingastig, þ.e. 8., 9. og 10. bekk. Í Hagaskóla koma nemendur úr þremur skólum, Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Árgangar eru því nokkuð fjölmennir og skólaárið 2014 - 2015 verða um 490 nemendur í skólanum. Þessi fjöldi gerir skólanum kleift að bjóða upp á margvíslegt val í námi.

Fimm skólastjórar hafa leitt starfið í skólanum á þessum árum: Árni Þórðarson 1958 - 1967, Björn Jónsson 1967 - 1994, Einar Magnússon 1994 - 2007, S. Ingibjörg Jósefsdóttir frá árinu 2007-2023 og Ómar Örn Magnússon frá 1. apríl 2023.

Stjórnendur skólans

Skólastjóri Hagaskóla - Ómar Örn Magnússon - netfang: omar.orn.magnusson@rvkskolar.is

Aðstoðarskólastjóri (í leyfi) - Hildur Einarsdóttir - netfang: hildur.einarsdottir@rvkskolar.is 

Aðstoðarskólasjóri - Sigríður Nanna Heimisdóttir - netfang: sigridur.nanna.heimisdottir@rvkskolar.is

Aðstoðarskólasjóri - Guðrún Inga Tómasdóttir - netfang: gudrun.inga.tomasdottir@rvkskolar.is

Deildarstjóri nemendaþjónustu - Áslaug Pálsdóttir - netfang: aslaug.palsdottir@rvkskolar.is