Skip to content

Skólaslit

Þann 4. júní síðastliðinn útskrifuðust 193 nemendur úr 10. bekk. Athöfnin fór fram á sal Hagaskóla og var streymt til að aðstandendur gætu fylgst með. Hér má sjá mynd af Unu Traustadóttur og Rasmus  umsjónarkennara  en auk hennar fengu Benedikt Vilji Magnússon og Tinna Kjartansdóttir  viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur.

Útskriftarnemum er óskað innilega til hamingju og þeim fylgja góðar framtíðaróskir og þakkir fyrir ánægjulega samveru og samstarf.

Skólasetning fyrir skólaárið 2020-2021 verður 24. ágúst og hefst kennsla þann sama dag.

Starfsfólk Hagaskóla sendir ykkur öllum nemendum og fjölskyldum ykkar bestu kveðjur með von um að þið hafið það sem allra best í sumar.