Skip to content

Skólasetning

Skólasetning nemenda er mánudaginn 23. ágúst. Nöfn nemenda, bekkjarheiti og stofunúmer verða sýnileg á veggspjöldum á göngum skólans. Skólasetning verður ekki á sal eins og vant er heldur fara nemendur beint inn í sína heimastofu. Því miður geta foreldrar ekki fylgt börnum sínum í ljósi aðstæðna. Árgangar koma inn um mismunandi anddyri sem verða rækilega merkt. 8. bekkur á að ganga inn um aðalanddyri, 9. bekkur vestan megin við salinn og 10. bekkur við Dunhaga. Nemendur mæta sem hér segir:

 

8. bekkur kl. 09:00 til 13:30

  • Morgunhlé kl. 09:50 til 10:10
  • Hádegishlé kl. 11:20 til 11:50

9. bekkur 09:30 til 11:30

  • Morgunhlé kl. 10:10 til 10:30
  • Bólusetning eftir hádegi

10. bekkur kl 13:00 til 14:30

  • Bólusetning fyrir hádegi