Skip to content

Skólahreysti 2022

Hagaskóli tók þátt í Skólahreysti 28. apríl. Við  vorum í 12 skóla riðli og fór keppnin fram í  Mýrinni í Garðabæ.

Fyrir okkar hönd kepptu þau Agnes Matthildur Helgadóttir Folkmann í armbeygjum og hreystigreipi og Hrafn Ingi Jóhannsson í upphífingum og dýfum. Í  hraðaþraut kepptu þau Bessi Teitsson og Hekla Petrúnella Ágústsdóttir. Varamenn voru þau Arnar Kári Styrmisson og Áslaug Pálmadóttir Thorlacius.

Eftir jafna og spennandi keppni þar sem Bessi og Hekla náðu besta árangri allra keppenda í hraðaþraut, enduðum við í þriðja sæti sem er mjög góður árangur.

Sérstaklega ánægjulegt var að sjá hversu margir nemendur Hagaskóla komu til að styðja við sína keppendur.

Krakkarnir stóðu sig allir frábærlega og voru sjálfum sér og skólanum til sóma.