Skip to content

Skólahreysti 2021

Hagaskóli tók þátt í Skólahreysti þriðjudaginn, 11. maí. Vorum við í 12 skóla riðli og fór keppnin fram í íþróttahúsi HK við Digranes í Kópavogi. Fyrir okkar hönd kepptu þau Benedikt Espólín Birgisson í upphífingum og dýfum, Karitas Ingvadóttir í armbeygjum og hreystigreip og þau Sara Gunnlaugsdóttir og Snorri Daníelsson í hraðaþraut. Varamenn voru þau Lovísa Ingvadóttir og Ottó Snær Ingvason.
Eftir skemmtilega keppni þá enduðum við í 10. sæti. Krakkarnir stóðu sig allir frábærlega og voru sjálfum sér og skólanum til sóma.