Skáksveit Hagaskóla í þriðja sæti í Reykjavíkurmóti grunnskólasveita

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fyrir nemendur í 8.-10. bekk í skák fór fram þriðjudaginn 18. apríl. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mikil skákbylgja ríður nú yfir landið og förum við í Hagaskóla alls ekki varhluta af því. Hagaskóli sendi að þessu sinni tvær sveitir til leiks og hafnaði A-sveit Hagaskóla í þriðja sæti en B-sveitin í því 10.
Fyrirkomulag mótsins var þannig að tefldar voru 7 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bætast 3 sekúndur við eftir hvern leik (5+3). Í hverri skáksveit voru 4 keppendur og mátti hver sveit hafa 0-2 varamenn. Liðsstjóri sveita Hagaskóla var Arna Pétursson.
A-sveit Hagaskóla
- Skær Sindrason
- Völundur Berndsen
- Hinrik Helgason
- Einar Arngeir Heiðarsson
B-sveit Hagaskóla
- Bergur Karl Jóhannesson
- Oddur Alvar Vilhjálmsson
- Salvador Di Marzio
- Vilhjálmur Logason