Skip to content

Samræmdum könnunarprófum í stærðfræði og ensku frestað

Skólanum barst tilkynning frá Menntamálastofnun um að samræmdu prófunum í stærðfræði og ensku verði frestað.

Í bréfi frá Menntamálastofnunar segir m.a:
„Menntamálastofnun ber ábyrgð á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum og harmar þau vandamál sem komu upp við fyrirlögn þeirra. Stofnunin er nú að greina stöðuna með þjónustuaðila prófakerfisins og vinna að viðeigandi úrlausn. Þar sem ekki hefur fengist fullnægjandi lausn á þeim vanda sem upp kom í morgun var nauðsynlegt að endurskoða fyrirlögn prófanna.“

Skólastarf verður því með hefðbundnum hætti á morgun og út þessa viku. Við munum að sjálfsögðu senda út póst um leið og ákveðið hefur verið hvenær prófin verða lögð fyrir.