Skip to content

Réttindaráð hlaut viðurkenningu Barnaheilla 2019

Réttindaráð Hagaskóla/Frosta hlaut viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2019 fyrir ötullega baráttu fyrir réttindum skólasystur sinnar Zainab Safari. Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn á Nauthól á degi barnaréttinda, 20. nóvember. Harpa Rut Hilmarsdóttir, formaður Barnaheilla, flutti ávarp og tilkynnt hver hlyti viðurkenninguna sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti.
Í rökstuðningi valnefndar segir m.a.: Réttindaráðið mótmælti harðlega áformum stjórnvalda að senda Zainab og fjölskyldu hennar úr landi með vísan í Barnasáttmálann og með áskorun til stjórnvalda að taka mið af Barnasáttmálanum við ákvarðanir sínar um mál Zainab.
Jóhanna Helga Ingadóttir og Ragnheiður Hulda Dagsdóttir fluttu þakkarávarp Réttindaráðs og hljómsveit úr Skrekksatriði Hagaskóla flutti lagið Eftir 13000 mistök eftir Theu Snæfríði Kristjánsdóttur.