Skip to content

Nemendur söfnuðu rúmum tveimur milljónum fyrir Bjarta sýn og Landvernd

Í dag fór fram athöfn á sal þar sem nemendur afhentu Bjartri sýn og Landvernd afrakstur góðgerðadagsins Gott mál í Hagaskóla sem haldinn var 7. nóvember. Samtals söfnuðust 2.310.000 kr. þannig að hvort félag fyrir sig fékk 1.155.000 kr. Það voru þau Mohammed Faisal fyrir hönd Bjartrar sýnar og Auður Anna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar sem veittu söfnunarféinu viðtöku. Allir nemendur og starfsmenn Hagaskóla söfnuðust saman á sal og var glatt á hjalla. Við sama tækifæri fékk Hagaskóli viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF.