Nemendafélag Hagaskóla
Almennar upplýsingar
Við Hagaskóla er starfandi nemendafélag og stjórn þess er kosin að hausti. Umsjón með stjórn nemendafélagsins hafa félagsstarfskennarar og starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar, Frosta. Í stjórn nemendafélagsins sitja fulltrúar allra árganga og tryggt er að kynjahlutföll séu jöfn.
Hlutverk nemendafélags er að stýra uppákomum í félagslífi nemenda og taka þátt í að skapa jákvæðan og skemmtilegan skólabrag. Nokkrir viðburðir eru orðnir hefðbundnir:
- Reglulegir dansleikir.
- Hagó-Való dagurinn í samstarfi við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi.
- Undirbúningur fyrir Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík.
- Undirbúningur fyrir Skólahreysti
Að auki getur stjórn nemendafélagsins að eigin frumkvæði komið með tillögur að viðburðum og verkefnum á skólaárinu, s.s. setja upp bekkjarkeppnir í íþróttum, bekkjarkeppnir. Þar að auki hefur stjórn nemendafélagsins gott aðgengi að stjórnendum skólans og getur tekið upp ýmis mál með þeim er varða aðbúnað í skólanum, kennslu, námsmat o.s.frv.
Reglur um nemendafélag Hagaskóla
Samkvæmt grunnskóla lögum er starfandi nemendafélag við skólann.
Við Hagaskóla er starfandi nemendafélag og stjórn þess er kosin að hausti. Umsjón með stjórn nemendafélagsins hafa félagsstarfskennarar og starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar, Frosta. Í stjórn nemendafélagsins sitja fulltrúar allra árganga og tryggt er að kynjahlutföll séu jöfn.
Stjórn nemendafélagsins hefur umsjón með ýmsum viðburðum og félagslífi í skólanum svo sem dansleikjum, keppnum og öðrum viðburðum sem nemendur skólans taka þátt í.
Einnig hafa allir nemendur tækifæri til að sitja í ýmsum nefndum og ráðum sem auglýst er eftir t.d. skreytinganefnd, ritnefnd o.fl.Í félagsmiðstöðinni er boðið upp á fjölbreytt klúbbastarf, skíðaferð, opin hús og margt fleira.