Skip to content

Nemendum Hagaskóla standa til boða fjölmargar námsleiðir að lokinni útskrift. Á höfuðborgarsvæðinu eru 15 skólar sem bjóða upp á nám á framhaldsskólastigi. Þeir eru allir ólíkir og mikilvægt er fyrir nemendur að kynna sér sérstöðu þeirra og skólabrag vel. Upplýsingavefir skólanna eru góðir og að auki bjóða þeir upp á skólakynningar áður en forinnritun hefst. Við hvetjum alla okkar nemendur til þess að nýta sér þessar kynningar og skoða úrvalið vel.

 

Reglur um lágmarkseinkunnir

Allir þessir skólar setja sér reglur um lágmarkseinkunnir sem nemendur þurfa til þess að komast inn á námsbrautir og eru þær langoftast aðgengilegar á vefsíðum skólanna. Mikilvægt er að nemendur kynni sér vel þessar reglur í þeim skólum sem á að sækja um.

Nær allir skólar horfa fyrst og fremst á einkunnir í íslensku, stærðfræði og ensku en aðrar námsgreinar geta svo bæst við. Í MR og Versló hafa þessar greinar tvöfalt vægi á við aðrar greinar.

 

Innritunarferlið

Innritun í framhaldsskóla fer fram í gegnum vef Menntamálastofnunar. Nemendur og foreldrar fá sent bréf með leiðbeiningum um umsóknarferlið. Til að sækja um þurfa nemendur að hafa veflykil sem þeir fá afhentan í skólanum.

Við innritun sækja nemendur um tvo skóla, fyrsta val er skólinn sem nemandi hefur mestan áhuga á, annað val er til vara. Nemendur velja svo tvær námsbrautir í hvorum skóla fyrir sig. Mikilvægt er að þekkja vel inntökuskilyrði skólanna, athugið að inntökuskilyrði geta verið ólík eftir námsbrautum, ásamt því að þekkja eigin stöðu í námi. Upplýsingar um inntökuskilyrði koma fram á vefsíðum skólanna.

Nánari upplýsingar um innritunarferlið má finna á vefsíðu menntamálastofnunar https://mms.is/innritun-i-framhaldsskola

 

Framhaldsskólakynningar 2021

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um kynningar framhaldsskólanna, upplýsingar verða uppfærðar eftir því sem fleiri skólar bætast við.

 

Fjölbrautarskólinn í Garðabæ

  • FG býður 10. bekkingum í kynningu á námsframboði skólans.
  • Hægt er að skrá sig í heimsókn í síma 520-1600 eða á fg@fg.is
  • Í skráningu þarf að gefa upp nafn, netfang og grunnskóla
  • Vegna sóttvarnarreglna er því miður ekki hægt að bjóða foreldrum með. Grímuskylda.

Dagsetningar sem hægt er að velja um:

  • Mánudagur 1. mars kl. 15:00-16:00
  • Fimmtudagur 4. mars kl. 16:00-17:00
  • Mánudagur 8. mars kl. 16:00-17:00
  • Fimmtudagur 11. mars kl. 15:00-16:00

www.fg.is

 

Menntaskólinn við Hamrahlíð

MH býður áhugasömum nemendum í 10. bekk í heimsókn í skólann þar sem þeir fá kynningu á námsframboði skólans og aðstöðu. Kynningin er fyrir nemendur og vegna fjöldatakmarkana óskum við eftir því að foreldrar mæti ekki með.

Nú er orðið fullt á allar kynningar nema eina í MH en það er laust á kynningu 7. apríl. Skráning fer fram hér: https://www.mh.is/is/moya/formbuilder/index/index/skolakynning-vor-2021

Gæta þarf að sóttvörnum og eiga nemendur að mæta með grímur.

www.mh.is

 

Menntaskólinn í Reykjavík

MR býður 10. bekkingum á kynningu á námsframboði og félagslífi á eftirfarandi tímum. Skráning í síma 545-1900.  Athugið að búið er að bæta við plássum!

Dagsetningar:

Fimmtudagur. 25. feb. kl. 15.00

Þriðjudagur 9. mars kl. 15.00

Mánudagur 15. mars kl. 15.00

Þriðjudagur 16. mars kl. 15.00

Fimmtudagur 18. mars kl. 15.00

Vegna samkomutakmarkana ekki hægt að bjóða foreldrum með.

 

Kvennaskólinn í Reykjavík

Fullbókað á kynningar í Kvennó. Hægt að skrá sig á biðlista með því að senda tölvupóst á kvenno@kvenno.is eða í síma: 580-7600

Dagsetningar:

Föstudagur 12. mars kl. 15:00

Þriðjudagur 16. mars kl. 17:00

Föstudagur 19. mars kl. 15:00

Kynningarsíða: https://www.kvenno.is/is/foreldrar/innritun/kynning-a-skolanum/kynning-a-kvennaskolanum

 

Borgarholtsskóli

Skráning á borgo@borgo.is eða í síma 535-1700

Dagsetningar:

Mánudagur 8. mars kl. 15

Fimmtudagur 11. mars kl.16

Mánudagur 15. mars kl. 15

Fimmtudagur 18. mars kl. 18

 

Fjölbraut við Ármúla

Fjölbrautaskólinn við Ármúla ætlar að bjóða uppá tvo heimsóknardaga þar sem 10. bekkingar og forráðamenn þeirra eru velkomnir í heimsókn.

Skráning á namsradgjof@fa.is

Dagsetningar:

Miðvikudagur 10. mars kl. 15-16

Þriðjudagur 16. mars kl. 16-17

Upplýsingar um skólann má finna hér: https://www.fa.is/aukaval/haegra-val-forsida/kynning-a-fa/ 

 

Verslunarskóli Íslands

Versló verður með aukakynningu fyrir nemendur sem ekki komust á Opið hús í byrjun mars. Kynningin verður 8. apríl kl. 15, skráningarblað verður sett á vefsíðu skólans https://www.verslo.is/.

Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðu skólans: https://www.verslo.is/frettir/opid-hus-9.-10.-og-11.-mars

Á opna húsinu fá 10. bekkingar upplýsingar um námið og námsframboðið, skoðunarferð um skólann og kynningu á félagslífi nemenda.

 

Tækniskólinn

Opið hús fyrir 10. bekkinga 24. mars og eru foreldrar/forráðaaðilar velkomnir með. Boðið verður upp á að skoða húsnæðið, hitta námsráðgjafa og kennara.

Tímasetningar eru 13:00, 14:00, 15:00 og 16:00. Athugið að það verður að bóka tíma. Nánari upplýsingar á vefsíðu Tækniskólans: https://tskoli.is/bokadu-heimsokn/

 

Menntaskólinn í Kópavogi

Dagana 22., 23. og 24. mars kl. 16-17 er nemendum í tíunda bekk grunnskóla og foreldrum/forráðamönnum þeirra boðið í heimsókn í Menntaskólann í Kópavogi til að kynnast aðstæðum og námsframboði. Til þess að hægt sé að áætla fjölda gesta í hverri heimsókn biðjum við áhugasama að skrá sig hér. Verið hjartanlega velkomin!

 

Menntaskólinn við Sund

Opin kynning á námi við Menntaskólann við Sund fer fram þann 20. apríl næstkomandi en þá fá aðstandendur tækifæri til að koma með 10. bekkingum og fá kynningu í sal á náminu í MS. Athygli er vakin á eftirfarandi tenglum en þar má finna upplýsingar um námið í MS:

- Menntaskólinn við Sund á youtube: https://www.youtube.com/channel/UCIkknSpqL3fRFT47dnTNPag

- Um innritun í MS: https://www.msund.is/namid/innritun

- Glærusýning um innritun í MS: https://www.msund.is/media/2021/03/04/6am15o7u60_kynning_MS_2021_innritunarmal_T_masett.pdf

- Námsbrautir í MS: https://www.msund.is/namid/namsbrautir

Dagsetningar 2021.

  • Forinnritun 8. mars - 13. apríl
  • Lokainnritun 6. maí - 10. júní

Í lokainnritun er mikilvægt að nemendur beri saman einkunnir af vitnisburðarblaði og skráðar einkunnir í Menntagátt. Að lokum er mikilvægt að staðfesta umsóknina því annars telst hún ekki gild.