Skip to content

Menntabúðir

Í síðustu viku héldu skólarnir í Vesturbænum (Grandaskóli, Hagaskóli, Melaskóli og Vesturbæjarskóli) glæsilegar menntabúðir í Vesturbæjarskóla.  Markmið menntabúða er að miðla þekkingu og reynslu á jafningjagrundvelli, bjóða upp á tækifæri til að prófa og tileinka sér nýjungar, efla tengslanet og eiga samtal um skólamál.
Á Menntahraðstefnumóti kynntu kennarar úr skólunum meðal annars teymiskennslu, áhuga- og verkefnamiðað nám, hugsandi kennslurými í stærðfræði, jákvæða sálfræði í skólastarfi, vísindakennslu, ljósmyndaverkefni, ferðaskrifstofuverkefni og matreiðslukeppni og margt fleira. Stemningin var frábær og veitingarnar glæsilegar. Menntabúðirnar verða vonandi að árlegum viðburði til að styrkja tengsl og efla fagmennsku okkar hér í Vesturbænum.