Matthías Björgvin Kjartansson skákmeistari Hagaskóla 2023

Föstudaginn 12. maí var haldið gríðarlega sterkt skólaskákmót í Hagaskóla þar sem allir sterkustu skákmenn skólans öttu kappi, þvert á árganga. Undanfari mótsins voru þrjú árgangamót en mikill skákáhugi er í skólanum. Á þessu lokaskákmóti skólaársins tefldu 24 keppendur úr árgöngunum þremur til sigurs.
Úrslitin voru:
- Fyrsta sæti – Matthías Björgvin Kjartansson í 8. ASÁ
- Annað sæti – Magnús Andri Magnússon í 10. SÓ
- Þriðja sæti – Björn Höjgaard V. Steinsson í 8. AHO
Meiriháttar dagur í Hagaskóla þar sem allir viðstaddir, jafnt keppendur sem áhorfendur, stóðu sig með prýði.
Myndir frá mótinu









