Lið Hagaskóla stóð sig vel í Skólahreysti

Lið Hagaskóla keppti í 8. riðli í Skólahreysti, fimmtudaginn 4. maí. Keppnin var sýnd á RÚV og er aðgengilega á spilara RÚV. Keppt var um sæti í úrslitum sem fara fram 20. maí. Sigurliðið í hverjum riðli kemst beint í úrslit og svo þau 4 lið úr öllum riðlunum með bestan árangur. Lið Hagaskóla hafnaði í þriðja sæti í 8. riðli og árangurinn dugði ekki til að komast í úrslit að þessu sinni. Hagaskóli vann hraðaþrautina með glæsibrag en það dugði skammt. Liðið og fjölmennur hópur áhorfenda stóð sig hins vegar frábærlega vel og var skólanum til sóma.
Lið Hagaskóla í Skólahreysti 2023 skipuðu:
- Reza Pourghani 10. KA í upphýfingum og dýfum
- Agnes Matthildur Helgadóttir Folkmann 10. RC í armbeygjum og hreystigreip
- Thomas Ari Arnarsson 10. HÁR í hraðaþraut
- Hekla Petronella Ágústsdóttir 10. KA í hraðaþraut
Varamenn:
- Jón Ernir Ragnarsson 10. KA
- Ósk Bingxin Ragnarsdóttir 10. SÓ