Lið Hagaskóla sigurvegari í spurningakeppni grunnskólanna

Úrslit í spurningakeppni grunnskólanna fór fram þriðjudaginn 18. apríl í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hagaskóli átti að sjálfsögðu lið í keppninni. Í undarúrslitum atti lið Hagaskóla kappi við lið Kvíslarskóla og sigraði. Úrslitarimman var svo milli Hagaskóla og Setbergsskóla og vann Hagaskóli glæsilegan sigur eftir margframlengdan bráðabana. Í liði Hagaskóla voru Jóhann Hinriksson, Stefán Garðar Stígsson og Svandís Birgisdóttir.