Skip to content

Kynningarfundur fyrir foreldra verðandi 8. bekkinga

Þessa vikuna hafa nemendur í 7. bekk í Granda-, Mela- og Vesturbæjarskóla komið í heimsókn hingað í Hagaskóla ásamt umsjónarkennurum. Þetta hafa verið skemmtilegar heimsóknir. Þriðjudaginn 30. maí kl.17.00-18.00 verður stuttur kynningarfundur um skólastarfið í Hagaskóla fyrir foreldra verðandi áttundu bekkinga. Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Hagaskóla en gengið er inn við Fornhaga.