Skip to content

Kvíði hjá börnum og unglingum

 

Foreldrum og öðrum áhugasömum er boðið á fyrirlestur um kvíða hjá börnum og unglingum sem fram fer mánudaginn 6. mars kl. 17:00-18:00 í Samfélagshúsinu Aflagranda 40.

Mikilvægt er að skrá þátttöku hér: https://forms.gle/o13sFk78uaCfWCxf6

Sálfræðingurinn Ólöf Edda Guðjónsdóttir mun m.a. fjalla um hvernig kvíði og aðrar krefjandi tilfinningar geta komið fram í hegðun, hver munurinn er á eðlilegum og óheilbrigðum kvíða, hvað skiptir máli í viðbrögðum foreldra og hvaða mismunandi aðferðir má nota til þess að takast á við kvíðatengda hegðun.

Öll velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur.

Kær kveðja,
Drífa Skúladóttir, þroskaþjálfi og Lena Viderø, leiðbeinandi hjá nemendaþjónustu Hagaskóla.