Skip to content

Kennsla fellur niður í 10. bekk fimmtudaginn 19. mars

Á morgun, fimmtudaginn 19. mars fellur niður öll kennsla í 10. bekk.
Kennsla í 8. og 9. bekk verður með áður auglýstum hætti.
Það er grunur um smit í 10. bekk. Viðkomandi fer í sýnatöku í dag og eiga niðurstöður að koma seinni partinn á morgun.
Vakin er áhersla á því að þetta er fyrst og fremst varúðarráðstöfun.
Það er afar áríðandi að foreldrar hugi að samskiptum barna sinna úr öðrum skólahópum utan skóla. Það er til lítils að setja upp strangt plan eins og gert er í þessari viku á milli bekkja og árganga ef nemendur eiga síðan samskipti þvert á þessa hópa utan skóla.
Ég hvet foreldra til að fylgja þeim ráðleggingum sem koma fram á www.covid.is