Skip to content

Valgreinar fyrir skólaárið 2023-2024

Nemendur í Hagaskóla óska eftir valgreinum fyrir næsta skólaár á vefnum. Valgreinaformið verður aðgengilegt í gegnum lífsleikni í Google Classroom og auk þess munu nemendur fá hlekkinn sendan í tölvupósti á @gskolar.is netfangið sitt mánudaginn 22. maí. Athugið að ekki gildir “fyrstur kemur – fyrstur fær” í valinu þannig að nemendum og foreldrum er óhætt að gefa sér góðan tíma til að velja. Nemendur hafa tíma til 31. maí til að ganga frá vali sínu.

Mikilvægt er að nemendur jafnt sem foreldrar kynni sér vel hvaða val er í boði og lesi gaumgæfilega yfir lýsingarnar í þessum bæklingi. Því miður er aldrei hægt að verða við óskum allra en reynt er að koma til móts við nemendur eins og hægt er. Ekki verður farið af stað með mjög litla hópa en vonandi verða engir hópar of fjölmennir þannig að vísa verði nemendum frá.