Skip to content

Jólakveðja

Starfsfólk Hagaskóla óskar öllum gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári með þökk fyrir einstakt samstarf. Skólaárið hefur verið um margt sérstakt en með samvinnu og þolinmæði hefur gengið ótrúlega vel að leysa flókin verkefni og láta skólastarfið ganga upp.

Þriðjudaginn 4. janúar verður starfsdagur án nemenda í Hagaskóla og munum við þá senda upplýsingar í pósti til ykkar varðandi skipulag skólastarfsins í janúar.

Við hlökkum til að hitta nemendur á nýju ári tilbúna til að takast á við næstu áskoranir.