Skip to content

Hlaut fyrstu verðlaun í smásagnakeppni Félags enskukennara

Elías Mikael Steinarsson hlaut á dögunum fyrstu verðlaun í smásagnakeppni Félags enskukennara (FEKÍ) fyrir sögu sína Only Joy. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 25. febrúar síðastliðinn.

Sagan hlaut verðlaun í flokki 8.-10. bekkjar, en í sögunni má finna kraftmikið myndmál, næma frásagnarhæfni og afar frumleg efnistök.

Í Hagaskóla er lögð rækt við sköpun í rituðu máli og er þátttaka skólans í keppninni hluti af námi nemenda. Viðurkenning af þessum toga er nemendum og kennurum hvatning til að halda því starfi áfram.