Skip to content

Hagskælingur í vinningsliði

Laugardaginn 21. mars var haldin forritunarkeppni framhaldsskólanna 2020 sem Háskólinn í Reykjavík hefur staðið fyrir í fjölmörg ár. Keppninni er skipt í þrjár deildir eftir erfiðleikastigi, Delta, Beta og Alpha. Og viti menn, að í vinningsliði Alpha (erfiðasta stiginu) voru tveir nemendur, annar ítalskur skiptinemi frá Fjölbrautaskóla  Snæfellsness en hinn nemandi í 10. bekk í Hagaskóla Benedikt Vilji Magnússon 10. HÁR. Við óskum honum innilega til hamingu með frábæran árangur.