Skip to content

Hagaskóli fær viðurkenningu fyrir verkefnið Lesskilningur

Á Öskudagsráðstefnu Skóla- og frístundasviðs, miðvikudaginn 2. mars, fékk Hagaskóli viðurkenningu fyrir þróun á lesskilningsverkfærinu Lesskilningur. Hugmyndin að verkfærinu er að til verði gagnvirkur lesskilningsvefur sem er í senn matstæki fyrir kennara og skólayfirvöld og æfingatæki fyrir nemendur. Verkfærið hefur verið í þróun í um tvö ár en hefur verið í notkun á yfirstandandi skólaári. Lesskilningur er hluti af verkefnum sem unnin hafa verið innan læsisteymis Hagaskóla. Stein Olav Romslo tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd Hagaskóla en í læsisteymi skólans eru auk hans Halldóra Guðmarsdóttir, Inga Mjöll Harðardóttir, Jakobína Birna Zoega, Jóhanna Sigmundsdóttir og Ómar Örn Magnússon. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: Hér er á ferðinni áhugaverð leið til að einstaklingsmiða þjálfun og leiðbeinandi mat á lesskilningi nemenda sem gefur bæði kennurum, skólayfirvöldum og nemendum upplýsingar um stöðu nemenda í lesskilningi og hvaða þætti þurfi að þjálfa betur.

Viðurkenningarskjalið