Hagaskóli fær Erasmus+ styrk

Þann 30. ágúst fór fram athöfn hjá Rannís, þar sem samningar um Erasmus+ samstarfsverkefni skóla voru undirritaðir. Fram kom að fjöldi umsókna hefði aukist ár frá ári, en að þessu sinni voru 34 verkefni styrkt í flokknum skólaverkefni og er það metfjöldi. Hagaskóli var meðal umsækjenda sem hlutu styrk í samstarfi við skóla í Englandi, Svíþjóð, Spáni og Ítalíu.
Um er að ræða tveggja ára verkefni þar sem fjallað verður um upplýsingatækni í skólastarfi en verkefnið ber heitið Technology Enhaced Classroom – TEC. Verkefnið felur í sér samstarf kennara og samvinnu nemenda, m.a. í gegnum nemendaferðir til Englands, Svíþjóðar og Spánar. Framundan er vinna að frekari mótun verkefnisins í Hagaskóla og samstarf með meðumsækjendum okkar.