Skip to content

Guðrún Þóra látin

Guðrún Þóra Hjaltadóttir heimilisfræðikennari varð bráðkvödd þann 7. mars sl.

Guðrún Þóra lauk húsmæðrakennaraprófi og síðan næringarfræði og starfaði sem næringarráðgjafi um árabil m.a. á Landspítalanum.

Hún tók við starfi heimilisfræðikennara í Hagaskóla fyrir u.þ.b. tveimur áratugum.

Guðrún Þóra var góður fagmaður, sinnti nemendum sínum vel og lá ekki á liði sínu þegar mikið stóð til.
Undanfarin ár hefur hún haft veg og vanda að þeim veitingum sem skólinn hefur boðið upp á við hátíðleg tækifæri.

Samstarfsfólk hennar í Hagaskóla minnist hennar með hlýju og sendir fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur.