Skip to content

Grunnskólamót í knattspyrnu 28. september 2022

Þann 28. september fór fram knattspyrnumót 10. bekkja grunnskólanna í Reykjavík. Mótið var haldið í Egilshöll og var leikið í sjö manna liðum á hálfum velli.

Að þessu sinni náðist ekki að búa til stúlknalið fyrir mótið.

Drengirnir voru  í riðli með  Breiðholtsskóla, Víkurskóla og Réttarholtsskóla.

Fyrst var leikið gegn Breiðholtsskóla og vannst sá leikur örugglega 5-0. Næst var leikið gegn Réttarholtsskóla   og tapaðist sá leikur 2-1. Þriðji leikurinn gegn Víkurskóla var jafn og spennandi en tapaðist 2-1. Þessi úrslit dugðu okkur ekki til að komast í úrslitakeppnina.

Drengjaliðið var skipað eftirtöldum leikmönnum:  Atli Heiðar, Jón Arnar, Jón Ernir, Kristján, Magnús Valur, Matthías, Ólafur Þór, Patryk, Tómas, Þorsteinn.

Þjálfari liðsins var Vilhjálmur og aðstoðarþjálfari Adrían.