Skip to content

Góðgerðaganga nemenda í Þórsmörk

Mynd af fólki á göngu yfir Fimmvörðuháls

Þriðjudaginn 25. september fóru þrír bekkir úr Hagaskóla, 10. ÁR, 10. EBÁ og 9. VG í hetjuför inn í Þórsmörk í áheitagöngu. Markmiðið var að ganga upp að Magna og Móða, eldgígunum sem mynduðust í Fimmvörðuhálsgosinu 2010, en vegna aðstæðna urðu þau frá að hverfa. Þess í stað var ákveðið að ganga Tindfjallahringinn, u.þ.b. 5 klst ganga í alls kyns veðri og aðstæðum. Þrátt fyrir snjókomu, slyddy og rigningu á köflum gekk gangan í alla staði vel og nemendur komu þreyttir en glaðir í skála undir kvöld.

Nemendur í góðgerðargöngu í Hagaskóla

Hér má sjá stóran hluta þeirra nemenda sem fóru í góðgerðargöngu í Þórsmörk.

Áheitasöfnun

Áður en lagt var af stað fór fram viðamikið kynningarstarf hjá nemendum. Þau gengu í hús í Vesturbænum og söfnuðu áheitum, hluti þeirra fór í útvarpsviðtal á Rás 2 að morgni mánudags (http://www.ruv.is/spila/klippa/hagskaelingar-ganga-til-gods) og stofnuðu síðu á Facebook til þess að vekja athygli á málinu og þeim málefnum sem styrkt eru þetta árið. Það eru Björt sýn, sem styrkir munaðarleysingjahæli í Kenía og Eitt líf, minningarsjóður Einars Darra sem njóta góðs af þessum áheitum.

Áheitasöfnunin fór vel af stað áður en þau fóru en betur má ef duga skal og bendum við á að tekið verður á móti áheitum til kl. 19.00, mánudaginn 1. október.

Þeir sem vilja heita á bekkina þrjá og þannig leggja málefnunum lið geta lagt inn á reikning:

  • 137-05-60754
  • 530907-1470