Skip to content

Gleðilegt ár

Starfsfólk Hagaskóla óskar nemendum, foreldrum og velunnurum skólans gleðilegs árs.

Fyrsti kennsludagur á nýju ári er þriðjudagurinn 5. janúar. Þann dag mæta allir nemendur kl. 08.30 og verða í skólanum fram að hádegi þ.e. til 11:40. Þeir fylgja stundatöflunni sem farið var eftir í desember og mun hún verða sett undir liðnum heimavinna í Mentor.

Samkvæmt nýrri reglugerð um skólastarf mega nemendur nú blandast og eru undanþegnir bæði grímuskyldu og nálægðarmörkum. Við höfum hins vegar ákveðið að stíga varlega til jarðar og fara hægt í sakirnar fyrstu viku nýs árs. Valgreinar í 9. og 10. bekk verða ekki kenndar og nemendur munu ekki borða hádegismat í skólanum. Þessa fyrstu viku verða íþróttir í 9. og 10. bekk kenndar utandyra. Ástæðan fyrir þessu er að við viljum takmarka blöndun nemenda fyrst um sinn.

Krakkarnir fara í frímínútur og er æskilegt að þeir komi vel klæddir svo þeir geti farið út og viðrað sig, a.m.k. í löngu frímínútunum, því þröngt er á göngum skólans. Við teljum hins vegar brýnt að þeir fari út úr stofunum þannig að hægt sé að opna alla glugga og lofta vel út.

Sund í 8. bekk hefst strax þriðjudaginn 5. janúar, samkvæmt upphaflegri stundaskrá.

Skipti verða nú um áramót eins og til stóð í list-og verkgreinum í 8. bekk en valgreinar í 9. og 10. bekk haldast óbreyttar út janúarmánuð.

Það er mjög mikilvægt að nemendur komi ekki í skólann séu þeir með kvef eða flensueinkenni og treystum við á að foreldrar taki þeim tilmælum alvarlega og haldi börnum sínum heima ef um slíkt er að ræða.

Ef allt fer að óskum mun hefðbundið skólastarf, samkvæmt upphaflegri stundatöflu í haust, hefjast mánudaginn 11. janúar.