Skip to content

Fyrirkomulag skólastarfs 3. -17. nóvember 2020

Skvamkvæmt reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gefin var út í gær mega aðeins 25 nemendur vera saman í rými. Bekkir í Hagaskóla eru fjölmennir og því verðum við að skipta hverjum bekk í tvennt.

Fyrirkomulagið verður þannig til 17. nóvember að öllum bekkjum verður skipt í tvennt og mætir hópur A í skólann kl. 8:30-11:30 fyrsta daginn og hópur B svo kl. 12:00-15:00. Næsta dag mætir hópur B kl. 8:00 og hópur A kl. 12:00 og svo koll af kolli. Nemendur mæta í bekkjarstofur og verða í sömu stofunni allan tímann. List- og verkgreinar og valgreinar verða ekki kenndar staðbunið þessar tvær vikur.  Snertifletir í stofum verða sótthreinsaðir á milli hópa.

Þrátt fyrir að fækkað sé í hópum með því að láta aðeins hálfa bekki mæta í einu náum við ekki að tryggja tveggja metra nálægðartakmörk og því ber nemendum, skv. reglugerðinni, að nota grímur og að setja þær upp áður en þeir koma að inngangi skólans.

Sömu inngangar verða notaðir og í síðustu vikur, þ.e.a.s. 8. bekkur notar aðalinnganginn, 9. bekkur notar innganginn við Dunhaga og 10. bekkur innganginn við bílastæðið við Fornhaga.

Umsjónarkennarar munu senda foreldrum hópaskiptingar nemenda og þá um leið klukkan hvað hver nemandi mætir fyrsta skóladaginn.

Í þessu skipulagi fá nemendur aðeins þrjár klukkustundir á dag í þessar tvær vikur en það verða aðeins 12-14 nemendur í hverjum tíma þannig að tíminn ætti að nýtast vel.

Mötuneytið verður ekki opið meðan þetta fyrirkomulag gildir.