Skip to content
25 mar'21

Skólahald fellur niður 25. og 26. mars

Samkvæmt nýrri reglugerð, sem tók gildi á miðnætti 24. mars, verða grunnskólar lokaðir 25. og 26. mars. Páskaleyfi hefst síðan á mánudag þ. 29. mars. Ekki er enn vitað hvernig skólastarfi verður háttað eftir páska. Sendar verða nánari upplýsingar til foreldra um leið og þær berast.

Nánar
11 mar'21

Tveir Hagskælingar í vinningssætum

Hér eru myndir frá verðlaunaafhendingu á Bessastöðum vegna smásagnakeppni Félags enskukennara á Íslandi. Ragna María Sverrisdóttir fékk 1. verðlaun fyrir sögu sína Whisper in the Wind í flokki 8.-10. bekkjar. Kolgrímur Máni Stefánsson 2. verðlaun fyrir sögu sína The Reflection í flokki 8.-10. bekkjar. Rögnu Maríu og Kolgrími Mána eru hér færðar hjartanlegar hamingjuóskir með…

Nánar
10 mar'21

Guðrún Þóra látin

Guðrún Þóra Hjaltadóttir heimilisfræðikennari varð bráðkvödd þann 7. mars sl. Guðrún Þóra lauk húsmæðrakennaraprófi og síðan næringarfræði og starfaði sem næringarráðgjafi um árabil m.a. á Landspítalanum. Hún tók við starfi heimilisfræðikennara í Hagaskóla fyrir u.þ.b. tveimur áratugum. Guðrún Þóra var góður fagmaður, sinnti nemendum sínum vel og lá ekki á liði sínu þegar mikið stóð…

Nánar
08 mar'21

Samræmdum könnunarprófum í stærðfræði og ensku frestað

Skólanum barst tilkynning frá Menntamálastofnun um að samræmdu prófunum í stærðfræði og ensku verði frestað. Í bréfi frá Menntamálastofnunar segir m.a: „Menntamálastofnun ber ábyrgð á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum og harmar þau vandamál sem komu upp við fyrirlögn þeirra. Stofnunin er nú að greina stöðuna með þjónustuaðila prófakerfisins og vinna að viðeigandi úrlausn. Þar…

Nánar
18 jan'21

Krufning í Hagaskóla

Í síðustu viku fengu nemendur að kryfja innyfli svína. Þarna fengu krakkarnir að sjá hvernig þessi líffæri líta út raunverulega en ekki bara á mynd. Viðbrögðin voru mjög góð þótt sumum þætti þetta erfitt, þá sérstaklega að blása lofti í lungun,

Nánar
04 jan'21

Gleðilegt ár

Starfsfólk Hagaskóla óskar nemendum, foreldrum og velunnurum skólans gleðilegs árs. Fyrsti kennsludagur á nýju ári er þriðjudagurinn 5. janúar. Þann dag mæta allir nemendur kl. 08.30 og verða í skólanum fram að hádegi þ.e. til 11:40. Þeir fylgja stundatöflunni sem farið var eftir í desember og mun hún verða sett undir liðnum heimavinna í Mentor.…

Nánar
16 des'20

Jólakveðja frá Hagaskóla

Starfsfólk Hagaskóla óskar öllum gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári. Skólaárið hefur verið sérstakt eins og vorönn síðasta skólaárs. Núverandi reglugerð um sóttvarnir sem snýr að skólastarfi rennur út 31. desember. Mánudaginn 4. janúar verður starfsdagur án nemenda í Hagaskóla og munum við þá senda upplýsingar í pósti til ykkar varðandi skipulag skólastarfsins í…

Nánar
03 nóv'20

Grímur gera gagn – ef þær eru notaðar rétt

Allir nemendur og starfsmenn eiga að vera með grímur í Hagaskóla. Grímur eru mikilvæg viðbót við einstaklingsbundnar sóttvarnir, og nauðsynlegar þar sem erfitt er að virða fjarlægðarmörk. Munum að þær koma ekki í stað handþvottar  og annarra sóttvarna.

Nánar
02 nóv'20

Fyrirkomulag skólastarfs 3. -17. nóvember 2020

Skvamkvæmt reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gefin var út í gær mega aðeins 25 nemendur vera saman í rými. Bekkir í Hagaskóla eru fjölmennir og því verðum við að skipta hverjum bekk í tvennt. Fyrirkomulagið verður þannig til 17. nóvember að öllum bekkjum verður skipt í tvennt og mætir hópur A í skólann kl.…

Nánar
01 nóv'20

Skipulagsdagur án nemenda mánudaginn 2. nóvember

Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnarreglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður í Hagaskóla til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki. Nemendur eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en…

Nánar