Skip to content
06 maí'22

Skólahreysti 2022

Hagaskóli tók þátt í Skólahreysti 28. apríl. Við  vorum í 12 skóla riðli og fór keppnin fram í  Mýrinni í Garðabæ. Fyrir okkar hönd kepptu þau Agnes Matthildur Helgadóttir Folkmann í armbeygjum og hreystigreipi og Hrafn Ingi Jóhannsson í upphífingum og dýfum. Í  hraðaþraut kepptu þau Bessi Teitsson og Hekla Petrúnella Ágústsdóttir. Varamenn voru þau…

Nánar
03 mar'22

Hagaskóli fær viðurkenningu fyrir verkefnið Lesskilningur

Á Öskudagsráðstefnu Skóla- og frístundasviðs, miðvikudaginn 2. mars, fékk Hagaskóli viðurkenningu fyrir þróun á lesskilningsverkfærinu Lesskilningur. Hugmyndin að verkfærinu er að til verði gagnvirkur lesskilningsvefur sem er í senn matstæki fyrir kennara og skólayfirvöld og æfingatæki fyrir nemendur. Verkfærið hefur verið í þróun í um tvö ár en hefur verið í notkun á yfirstandandi skólaári.…

Nánar
22 feb'22

Til hamingju Jökull!

Jökull Jónsson nemandi í 10. AÞH hlaut í gær þann 21. febrúar  á Alþjóðadegi móðurmálsins Íslensku verðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu. Verðlaunin, sem venjuleg eru veitt á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember,  eru á vegum Skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og var þetta í 15. skipti sem…

Nánar
16 feb'22

Pizzuveisla eftir að nemendur leystu allar þrautir á Degi stærðfræðinnar

Dagur stærðfæðinnar var föstudagurinn 4. febrúar. Þann dag leystu nemendur í Hagaskóla stærðfræðiverkefni í sameiningu. Áður höfðu nemendur valið máltíð sem verðlaun fyrir að leysa öll verkefnin. Skemmst er frá því að segja að pizza var máltíðin sem mikill meirihluti nemenda valdi og því er pizzuveisla í Hagaskóla í dag, á síðasta kennsludegi fyrir vetrarfrí. …

Nánar
02 feb'22

Skrifstofan lokuð!

Skrifstofa skólans í aðalbyggingu við Fornhaga verður áfram lokuð um óákveðinn tíma vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Nánar
01 feb'22

Skrifstofan lokuð í dag!

Í dag þriðjudaginn 1. febrúar er skrifstofan lokuð vegna veikinda. Símsvörun liggur niðri en póstfang skólans hagaskoli@rvkskolar.is er vaktað.

Nánar
22 des'21

Jólakveðja

Starfsfólk Hagaskóla óskar öllum gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári með þökk fyrir einstakt samstarf. Skólaárið hefur verið um margt sérstakt en með samvinnu og þolinmæði hefur gengið ótrúlega vel að leysa flókin verkefni og láta skólastarfið ganga upp. Þriðjudaginn 4. janúar verður starfsdagur án nemenda í Hagaskóla og munum við þá senda upplýsingar…

Nánar
22 des'21

Jólalagakeppni

Fimmtudaginn 16. desember voru úrslit jólalagakeppni nemenda tilkynnt. Daði og Jökull nemendur í 10. bekk báru sigur úr býtum með frábæru lagi Án þín koma ekki jól.

Nánar
26 nóv'21

Stafræn gróska í Hagaskóla

Frá því á síðasta skólaári hefur staðið yfir undirbúningur fyrir innleiðingu verkefnisins Stafræn gróska sem gerir ráð fyrir að grunnskólar í Reykjavík útvegi nemendum á unglingastigi tæki á mann. Um er að ræða umfangsmikið verkefni sem stendur yfir skólaárin 2021-2023 og snýr að hraðari innleiðingu stafrænnar tækni með uppbyggingu tæknilegra innviða og þjónustu, starfsþróun og ráðgjöf, eflingu…

Nánar
18 ágú'21

Skólasetning

Skólasetning nemenda er mánudaginn 23. ágúst. Nöfn nemenda, bekkjarheiti og stofunúmer verða sýnileg á veggspjöldum á göngum skólans. Skólasetning verður ekki á sal eins og vant er heldur fara nemendur beint inn í sína heimastofu. Því miður geta foreldrar ekki fylgt börnum sínum í ljósi aðstæðna. Árgangar koma inn um mismunandi anddyri sem verða rækilega…

Nánar