Gleðilega hátíð
Starfsfólk Hagaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla með óskum um farsæld á nýju ári. Kennsla hefst aftur eftir áramót samkvæmt stundaskrá þann 4. janúar 2023.
NánarVinaleikar Hagó 2022
Vinaleikar Hagó fóru fram í gær í Korpu. Dagurinn var frábær í alla staði og þar sem gleði, samvinna og samvera allra árganga stóð upp úr! Myndirnar tala sínu máli.
NánarTil hamingju Matthías !
Matthías Pálmason Skowronski tók við íslenskuverðlaunum unga fólksins á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Frú Vigdís Finnbogadóttir afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu.
NánarDagur gegn einelti
Á Degi gegn einelti tóku nemendur í 8. bekk þátt í gera sameiginlegt listaverk þar sem þau treystu vinaböndin á táknrænan hátt. Hver nemandi negldi einn nagla og þræddi svo þráð í kringum naglann og svo í kringum miðjuna og svo tók næsti nemandi við og þræddi sinn nagla. Naglarnir tákna nemendur og miðjan táknar…
NánarGóðu máli frestað
Góðgerðardeginum Gott mál sem halda átti miðvikudaginn 2. nóvember hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
NánarFyrsti dagurinn í Hagaskóla Korpu
Fyrsti dagur 8. bekkja í Korpu gekk vel og ekki annað að sjá en að það færi vel um nemendur okkar í nýjum skóla. Ekki amalegt að hafa Úlfarsfell í bakgarðinum! Nemendur og starfsfólk hafa sýnt framúrskarandi aðlögunarhæfni og seiglu við krefjandi aðstæður.
NánarGrunnskólamót í knattspyrnu 28. september 2022
Þann 28. september fór fram knattspyrnumót 10. bekkja grunnskólanna í Reykjavík. Mótið var haldið í Egilshöll og var leikið í sjö manna liðum á hálfum velli. Að þessu sinni náðist ekki að búa til stúlknalið fyrir mótið. Drengirnir voru í riðli með Breiðholtsskóla, Víkurskóla og Réttarholtsskóla. Fyrst var leikið gegn Breiðholtsskóla og vannst sá leikur…
NánarSkólasetning mánudaginn 22. ágúst
Allir nemendur mæta á sal í Hagaskóla í skólasetningu þar sem skólastjóri ávarpar nemendur. Að henni lokinni fara nemendur í 8. og 9. bekk í skólabíl inn í Ármúla en nemendur í 10. bekk í stofur í Hagaskóla til umsjónarkennara. Árgangar mæta á mismunandi tímum eða eins og hér segir: bekkur kl. 08:30 bekkur 09:15…
Nánar