Skip to content

English Excellence Experience

Þriðjudaginn 23. maí var uppskeruhátíð 8. bekkinga í ensku. Fyrirkomulagið var þannig að nemendur höfðu valið einn texta sem þeir höfðu skrifað í vetur og hengt upp í kennslustofunni sinni. Textarnir voru mjög fjölbreyttir, allt frá því að vera ljóð upp í langar sögur. Þegar nemendur höfðu komið textunum sínum fyrir fóru allir nemendur á milli stofa á skoðuðu texta hvers annars. Hygmyndin var að skoðun nemenda væri nokkrus konar ferð á listasafnið eða Gallery Walk. Eftir skoðun nemenda komu allir nemendur saman í matsalnum og einn fulltrúi úr hverjum bekk hafði verið valinn til að lesa sinn texta fyrir allan hópinn.  Dagurinn var sérstaklega vel heppnaður og góð stemning myndaðist meðan nemendur fóru milli stofa að lesa texta hvers annars.