Det skal være femoghalvfjerds kroner

Þessa dagana standa yfir munnleg próf í dönsku í 10. bekk. Fyrirkomulagið er þannig að Rasmus og Kristín dönskukennarar hafa opnað kaffihús og afgreiða þar nemendur um kræsingar. Nemendur hafa undirbúið sig undir það að panta veitingar á kaffihúsi og flest kostar fimmtíu-, sjötíu- eða níutíu og eitthvað krónur. Eftir vel heppnaða pöntun fá nemendur veitingar og broskall í kladdann.