Skip to content

Dagur gegn einelti

Á Degi gegn einelti tóku nemendur í 8. bekk þátt í gera sameiginlegt listaverk þar sem þau treystu vinaböndin á táknrænan hátt.
Hver nemandi negldi einn nagla og þræddi svo þráð í kringum naglann og svo í kringum miðjuna og svo tók næsti nemandi við og þræddi sinn nagla.
Naglarnir tákna nemendur og miðjan táknar skólann.
Þau gátu valið hvar þau staðsettu sinn nagla sem tákn um að þau eru ekki öll eins og með mismunandi þarfir en þau tengjast öll í gegnum skólann og geta treyst á hvert annað.
Þráðurinn sjálfur er marglitur sem einnig er tákn fyrir fjölbreytileikan í nemendahópnum.
Að lokum þræddu kennararnir þráðinn utan um alla naglana (nemendurna) sem tákn um að þeir haldi utan um hópinn.