Skip to content
21 jún'22

Sumarleyfi

  Kæru Hagskælingar og fjölskyldur Við opnum aftur eftir sumarleyfi, bæði á Fornhaga og í Ármúla 30, þann 8. ágúst. Skólasetning og fyrsti skóladagur verður fyrir alla árganga 22. ágúst og verða tímasetningar auglýstar nánar síðar. Starfslið skólans sendir ykkur öllum bestu sumarkveðjur.

Nánar
21 jún'22

Skólaslit 2022

192 nemendur útskrifuðust úr Hagaskóla við hátíðlega athöfn í Háskólabíó þann 8. júní. sl. Athöfnin hófst að venju á að allir sungu saman skólasönginn, texta efir Sturlu Snæbjörnsson fyrrverandi kennara við skólann við lag Atla Heimis Sveinssonar, Snert hörpu mína himinborna dís. Eftir að S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri hafði farið yfir skólastarf vetrarins var komið…

Nánar
09 maí'22

Hagaskóli keppir í úrslitum Skólahreysti.

Hagaskóli keppir í úrslitum Skólahreysti sem verða í Mýrinni í Garðabæ 21. maí. Þarna munu mætast 12 bestu skólar landsins í Skólahreysti í beinni útsendingu á RÚV. Það er þó nokkuð liðið síðan við komumst síðast í úrslit þannig að þetta verður spennandi.

Nánar
06 maí'22

Skólahreysti 2022

Hagaskóli tók þátt í Skólahreysti 28. apríl. Við  vorum í 12 skóla riðli og fór keppnin fram í  Mýrinni í Garðabæ. Fyrir okkar hönd kepptu þau Agnes Matthildur Helgadóttir Folkmann í armbeygjum og hreystigreipi og Hrafn Ingi Jóhannsson í upphífingum og dýfum. Í  hraðaþraut kepptu þau Bessi Teitsson og Hekla Petrúnella Ágústsdóttir. Varamenn voru þau…

Nánar
22 feb'22

Til hamingju Jökull!

Jökull Jónsson nemandi í 10. AÞH hlaut í gær þann 21. febrúar  á Alþjóðadegi móðurmálsins Íslensku verðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu. Verðlaunin, sem venjuleg eru veitt á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember,  eru á vegum Skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og var þetta í 15. skipti sem…

Nánar
02 feb'22

Skrifstofan lokuð!

Skrifstofa skólans í aðalbyggingu við Fornhaga verður áfram lokuð um óákveðinn tíma vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Nánar
01 feb'22

Skrifstofan lokuð í dag!

Í dag þriðjudaginn 1. febrúar er skrifstofan lokuð vegna veikinda. Símsvörun liggur niðri en póstfang skólans hagaskoli@rvkskolar.is er vaktað.

Nánar
22 des'21

Jólakveðja

Starfsfólk Hagaskóla óskar öllum gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári með þökk fyrir einstakt samstarf. Skólaárið hefur verið um margt sérstakt en með samvinnu og þolinmæði hefur gengið ótrúlega vel að leysa flókin verkefni og láta skólastarfið ganga upp. Þriðjudaginn 4. janúar verður starfsdagur án nemenda í Hagaskóla og munum við þá senda upplýsingar…

Nánar
22 des'21

Jólalagakeppni

Fimmtudaginn 16. desember voru úrslit jólalagakeppni nemenda tilkynnt. Daði og Jökull nemendur í 10. bekk báru sigur úr býtum með frábæru lagi Án þín koma ekki jól.

Nánar
18 ágú'21

Skólasetning

Skólasetning nemenda er mánudaginn 23. ágúst. Nöfn nemenda, bekkjarheiti og stofunúmer verða sýnileg á veggspjöldum á göngum skólans. Skólasetning verður ekki á sal eins og vant er heldur fara nemendur beint inn í sína heimastofu. Því miður geta foreldrar ekki fylgt börnum sínum í ljósi aðstæðna. Árgangar koma inn um mismunandi anddyri sem verða rækilega…

Nánar