Skip to content
18 ágú'21

Skólasetning

Skólasetning nemenda er mánudaginn 23. ágúst. Nöfn nemenda, bekkjarheiti og stofunúmer verða sýnileg á veggspjöldum á göngum skólans. Skólasetning verður ekki á sal eins og vant er heldur fara nemendur beint inn í sína heimastofu. Því miður geta foreldrar ekki fylgt börnum sínum í ljósi aðstæðna. Árgangar koma inn um mismunandi anddyri sem verða rækilega…

Nánar
06 jún'21

Litla hryllingsbúðin sýnd fyrir fullu húsi í Hagaskóla

Þessa síðustu daga skólaársins er söngleikurinn Litla hryllingsbúðin sýndur fyrir fullu húsi dag eftir dag. Æfnigar hafa staðið yfir frá því fyrir áramót og allan tímann hefur verið óvíst hvort hægt yrði að sýna söngleikinn með áhorfendur í salnum. Með síðustu tilslökunum á samkomutakmörkunum er hægt að sýna með um 100 gesti á hverri sýningu.…

Nánar
19 maí'21

Strákar og hjúkrun

Strákar og hjúkrun er á vegum jafnréttisnefndar Landspítala í samstarfi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri. Í morgun kom teymi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í heimsókn og var með vinnusmiðju fyrir strákana í 9. bekk. Drengirnir voru mjög áhugasamir enda fengu þeir að fara á milli tólf stöðva og fá innsýn í fjölbreytt…

Nánar
12 maí'21

Skólahreysti 2021

Hagaskóli tók þátt í Skólahreysti þriðjudaginn, 11. maí. Vorum við í 12 skóla riðli og fór keppnin fram í íþróttahúsi HK við Digranes í Kópavogi. Fyrir okkar hönd kepptu þau Benedikt Espólín Birgisson í upphífingum og dýfum, Karitas Ingvadóttir í armbeygjum og hreystigreip og þau Sara Gunnlaugsdóttir og Snorri Daníelsson í hraðaþraut. Varamenn voru þau…

Nánar
05 maí'21

Til hamingju Valur!

Valur Einar Georgsson 9. AHO gerði sér lítið fyrir og sigraði Pangea stærðfræðikeppnina í 9. bekk. Keppnin er haldin árlega fyrir 8. og 9. bekki grunnskóla landsins. Alls tóku 1654 nemendur úr 9. bekk frá 66 skólum þátt í keppninni í ár og stóð Valur uppi sem sigurvegari.

Nánar
25 mar'21

Skólahald fellur niður 25. og 26. mars

Samkvæmt nýrri reglugerð, sem tók gildi á miðnætti 24. mars, verða grunnskólar lokaðir 25. og 26. mars. Páskaleyfi hefst síðan á mánudag þ. 29. mars. Ekki er enn vitað hvernig skólastarfi verður háttað eftir páska. Sendar verða nánari upplýsingar til foreldra um leið og þær berast.

Nánar