Skip to content
18 nóv'22

Til hamingju Matthías !

Matthías Pálmason Skowronski tók við íslenskuverðlaunum unga fólksins á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Frú Vigdís Finnbogadóttir afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu.  

Nánar
11 nóv'22

Dagur gegn einelti

Á Degi gegn einelti tóku nemendur í 8. bekk þátt í gera sameiginlegt listaverk þar sem þau treystu vinaböndin á táknrænan hátt. Hver nemandi negldi einn nagla og þræddi svo þráð í kringum naglann og svo í kringum miðjuna og svo tók næsti nemandi við og þræddi sinn nagla. Naglarnir tákna nemendur og miðjan táknar…

Nánar
30 okt'22

Góðu máli frestað

Góðgerðardeginum Gott mál sem halda átti miðvikudaginn 2. nóvember hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Nánar
30 sep'22

Fyrsti dagurinn í Hagaskóla Korpu

Fyrsti dagur 8. bekkja í Korpu gekk vel og ekki annað að sjá en að það færi vel um nemendur okkar í nýjum skóla. Ekki amalegt að hafa Úlfarsfell í bakgarðinum! Nemendur og starfsfólk  hafa sýnt framúrskarandi aðlögunarhæfni og seiglu við krefjandi aðstæður.

Nánar
30 sep'22

Grunnskólamót í knattspyrnu 28. september 2022

Þann 28. september fór fram knattspyrnumót 10. bekkja grunnskólanna í Reykjavík. Mótið var haldið í Egilshöll og var leikið í sjö manna liðum á hálfum velli. Að þessu sinni náðist ekki að búa til stúlknalið fyrir mótið. Drengirnir voru  í riðli með  Breiðholtsskóla, Víkurskóla og Réttarholtsskóla. Fyrst var leikið gegn Breiðholtsskóla og vannst sá leikur…

Nánar
19 ágú'22

Skólasetning mánudaginn 22. ágúst

Allir nemendur mæta á sal í Hagaskóla í skólasetningu þar sem skólastjóri ávarpar nemendur. Að henni lokinni fara nemendur í 8. og 9. bekk í skólabíl inn í Ármúla en nemendur í 10. bekk í stofur í Hagaskóla til umsjónarkennara. Árgangar mæta á mismunandi tímum eða eins og hér segir: bekkur kl. 08:30 bekkur 09:15…

Nánar
21 jún'22

Sumarleyfi

  Kæru Hagskælingar og fjölskyldur Við opnum aftur eftir sumarleyfi, bæði á Fornhaga og í Ármúla 30, þann 8. ágúst. Skólasetning og fyrsti skóladagur verður fyrir alla árganga 22. ágúst og verða tímasetningar auglýstar nánar síðar. Starfslið skólans sendir ykkur öllum bestu sumarkveðjur.

Nánar
21 jún'22

Skólaslit 2022

192 nemendur útskrifuðust úr Hagaskóla við hátíðlega athöfn í Háskólabíó þann 8. júní. sl. Athöfnin hófst að venju á að allir sungu saman skólasönginn, texta efir Sturlu Snæbjörnsson fyrrverandi kennara við skólann við lag Atla Heimis Sveinssonar, Snert hörpu mína himinborna dís. Eftir að S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri hafði farið yfir skólastarf vetrarins var komið…

Nánar
09 maí'22

Hagaskóli keppir í úrslitum Skólahreysti.

Hagaskóli keppir í úrslitum Skólahreysti sem verða í Mýrinni í Garðabæ 21. maí. Þarna munu mætast 12 bestu skólar landsins í Skólahreysti í beinni útsendingu á RÚV. Það er þó nokkuð liðið síðan við komumst síðast í úrslit þannig að þetta verður spennandi.

Nánar