Uncategorized
Lokaball 1. júní
Heimkomuhátíð nemenda í Hagaskóla verður haldin hátíðleg fimmtudaginn 1. júní. Þann dag verða allir nemendur saman í hverfinu en nemendur í 10. bekk ætla að bjóða yngri nemendur velkomna í hverfið aftur en senn líður að því að við sameinumst öll aftur í Vesturbænum. Um kvöldið stendur svo nemendafélagið fyrir lokaballi þar sem sjálfur Páll…
NánarLið Hagaskóla stóð sig vel í Skólahreysti
Lið Hagaskóla keppti í 8. riðli í Skólahreysti, fimmtudaginn 4. maí. Keppnin var sýnd á RÚV og er aðgengilega á spilara RÚV. Keppt var um sæti í úrslitum sem fara fram 20. maí. Sigurliðið í hverjum riðli kemst beint í úrslit og svo þau 4 lið úr öllum riðlunum með bestan árangur. Lið Hagaskóla hafnaði…
NánarAppelsínur í hugsandi kennslurými í stærðfræði
Í stærðfræði í 8. bekk hefur verið unnið í anda hugmynda um hugsandi kennslurými (e. thinking classroom). Hugmyndafræðin byggir að hluta til á samvinnu og lausnaleit nemenda. Nú á dögunum unnu nemendur áhugavert verkefni þar sem þeir fengu það viðfangsefni að rannsaka hvernig yfirborðsflatarmál kúlu er reiknað. Fyrsta skrefið er að greina verkefnið og eiginleika…
NánarSkáksveit Hagaskóla í þriðja sæti í Reykjavíkurmóti grunnskólasveita
Reykjavíkurmót grunnskólasveita fyrir nemendur í 8.-10. bekk í skák fór fram þriðjudaginn 18. apríl. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mikil skákbylgja ríður nú yfir landið og förum við í Hagaskóla alls ekki varhluta af því. Hagaskóli sendi að þessu sinni tvær sveitir til leiks og hafnaði A-sveit Hagaskóla…
NánarFrábær þátttaka og árangur nemenda Hagaskóla í stærðfræðikeppnum
Nemendur Hagaskóla tóku þátt í stærðfræðikeppninni Pangea og stærðfræðikeppni Menntaskólans í Reykjavík nú á vorönn. Stærðfræðikeppni Pangea Pangea fór fram í þremur umferðum. Á landsvísu tóku yfir 2.573 nemendur í 8. bekk og 2.320 nemendur í 9. bekk þátt í fyrstu umferð. Mjög mörg úr Hagaskóla komust áfram í aðra umferð og nokkrir 8. bekkingar…
NánarÓmar Örn Magnússon nýr skólastjóri í Hagaskóla
Ómar Örn Magnússon hefur tekið við starfi skólastjóra í Hagaskóla af S. Ingibjörgu Jósefsdóttur. Ómar hefur starfað farsællega sem kennari, verkefnastjóri og stjórnandi í Hagaskóla til fjölda ára. Jafnframt hefur hann leitt ýmiss skólaþróunarverkefni fyrir opinbera og óháða aðila sem og kennt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands á undanförnum misserum. Ómar lauk BA gráðu í sagnfræði…
NánarSkákmót í 10. bekk
Mikið skákæði hefur gripið um sig í skólanum undanfarið og það má með sanni segja að það sé teflt á öllum starfstöðvum skólans. Í kjallara Neskirkju er einnig boðið upp á að skák eftir skóla á föstudögum. Í síðustu viku var haldið skákmót þar sem 28 skáksnillingar öttu kappi hver við annan og var það Magnús…
NánarKvíði hjá börnum og unglingum
Foreldrum og öðrum áhugasömum er boðið á fyrirlestur um kvíða hjá börnum og unglingum sem fram fer mánudaginn 6. mars kl. 17:00-18:00 í Samfélagshúsinu Aflagranda 40. Mikilvægt er að skrá þátttöku hér: https://forms.gle/o13sFk78uaCfWCxf6 Sálfræðingurinn Ólöf Edda Guðjónsdóttir mun m.a. fjalla um hvernig kvíði og aðrar krefjandi tilfinningar geta komið fram í hegðun, hver munurinn…
NánarMenntabúðir
Í síðustu viku héldu skólarnir í Vesturbænum (Grandaskóli, Hagaskóli, Melaskóli og Vesturbæjarskóli) glæsilegar menntabúðir í Vesturbæjarskóla. Markmið menntabúða er að miðla þekkingu og reynslu á jafningjagrundvelli, bjóða upp á tækifæri til að prófa og tileinka sér nýjungar, efla tengslanet og eiga samtal um skólamál. Á Menntahraðstefnumóti kynntu kennarar úr skólunum meðal annars teymiskennslu, áhuga- og…
NánarVika 6 og Kristín Gunnlaugsdóttir
Nemendur í 8. bekk kynntust listakonunni Kristínu Gunnlaugsdóttur og tóku verk hennar fyrir í viku sex. Kristín vinnur mikið út frá kynvitund. Hún saumar og málar konur sem kynverum og þeirra tabú í kringum það. Verkefnið fólst í því að kynnast verkum hennar og mála og eða sauma mynd á efnisbút með hennar verk sem…
Nánar