Skip to content
20 nóv'19
Frá afhendingunni í dag. Mynd UNICEF/Steindór

Hagaskóli er Réttindaskóli UNICEF

Hagaskóli varð í dag Réttindaskóli UNICEF ásamt öðrum grunnskólum og frístundastarfi í Vesturbænum. Athöfn fór fram á sal nú í dag á alþjóðlegum degi réttinda barna. Nemendur sáu um athöfnina sem saman stóð af tónlistarflutningi, afhendingu söfnunarfjárins eftir Gott mál og svo viðurkenningu til Hagaskóla og Frosta sem Réttindaskóli- og Réttindafrístund UNICEF. Meðal þeirra sem…

Nánar
20 nóv'19

Nemendur söfnuðu rúmum tveimur milljónum fyrir Bjarta sýn og Landvernd

Í dag fór fram athöfn á sal þar sem nemendur afhentu Bjartri sýn og Landvernd afrakstur góðgerðadagsins Gott mál í Hagaskóla sem haldinn var 7. nóvember. Samtals söfnuðust 2.310.000 kr. þannig að hvort félag fyrir sig fékk 1.155.000 kr. Það voru þau Mohammed Faisal fyrir hönd Bjartrar sýnar og Auður Anna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar sem…

Nánar
20 nóv'19

Hagaskóli verður Réttindaskóli UNICEF og afhendir söfnunarféð eftir Gott mál á degi Barnasáttmálns

Athöfn verður á sal kl. 11.20 þar sem söfnunarféð eftir Gott mál verður afhent og fulltrúar UNICEF veita Hagaskóla viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Dagur Barnasáttmála Sameinnuðu þjóðanna er í dag, 20. nóvember. Í dag er sáttmálinn 30 ára. Í Hagaskóla verður haldið upp á daginn með því að afhenda Bjartri sýn og Landvernd söfnunarféð eftir…

Nánar
08 nóv'19

Aðgerðaáætlun Réttindaráðs

Hagaskóli og félagsmiðstöðin Frosti hafa í eitt ár unnið að því að verða réttindaskóli og réttindafrístund UNICEF. Ýmislegt felst í því en m.a. eru gerðar kannanir meðal nemenda og starfsmanna og skipað Réttindaráð. Í því sitja nemendur, starfsmenn og foreldri. Réttindaráð Hagaskóla og Frosta hefur haft í mörgu að snúast það ár sem það hefur…

Nánar
13 sep'19
Image by Alexas Fotos from Pixabay

Embla Guðlaug og Dagbjartur fulltrúar 8. bekkinga í Réttindaráði

Búið er að draga úr pottinum nemendur sem gáfu kost á sér í Réttindaráð sem fulltrúar 8. bekking. Upp úr pottinum komu Dagbjartur í 8.AÁ og Embla Guðlaug í 8.EBÁ. Fulltrúar nemenda í Réttindaráði eru því: Freyja og Jóhanna Helga í 10. bekk, Svanbjörn og Svava í 9. bekk og Embla Guðlaug og Dagbjartur í…

Nánar
10 sep'19
Lógó Réttindaskóla Unicef

Óskað eftir fulltrúum 8. bekkinga í Réttindaráð

Annað starfsár Réttindaráðs er að hefjast. Óskað er eftir fulltrúum nemenda í 8. bekk í Réttindaráð. Í ráðinu sitja tveir fulltrúar ú hverjum árgangi, þrír fulltrúar úr nemendaráði, tveir kennarar, einn stjórnandi og eitt foreldri. Réttindaráð hefur með höndum innleiðingu verkefnisins Réttindaskóli/Réttindafrístund UNICEF en Hagaskóli og Frosti eru þátttakendur í verkefninu. Um er að ræða…

Nánar
13 ágú'19

Skólasetning 2019

Skólasetning 22. ágúst 2019 Nemendur mæta á sal skólans og eru foreldrar hjartanlega velkomnir. Í kjölfar skólasetningar fara nemendur með umsjónarkennurum í stofur og eru í skólanum til kl. 13:00. Þau börn sem eru skráð í mataráskrift fá hádegisverð. Nemendur mæta sem hér segir: Kl. 8:30          8. bekkur Kl. 9:00          9. bekkur Kl. 9:30          10.…

Nánar
02 júl'19
Zainab, Haniye og Mobareka vinna að verkefni tengt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á þemadögum vorið 2019.

Opin áskorun frá Réttindaráði Hagaskóla

Réttindaráð Hagaskóla hefur sent frá sér áskorun þar sem skorað er á hagsmunasamtök, stofnanir, ráðamenn og almenning að taka afstöðu og mótmæla brottflutningi barna á flótta til Grikklands. Jafnframt er bent á að samkvæmt 3. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna beri stjórnvöldum að taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi. Fram kemur…

Nánar
05 jún'19

Skólalok 2019

Þá er skólaárinu um það bil að ljúka, það er ýmislegt um að vera hjá nemendum þessa dagana. Listadagar standa nú sem hæst og á skólaslitum nemenda stendur foreldrum til boða að koma og skoða verk nemenda sem verða til sýnis á göngum skólans. Lokaball er í kvöld kl. 19.30-22.00 og kostar 500 krónur inn.…

Nánar
17 maí'19
Verðlaunahafar og veitendur verðlauna.

Réttindaráð hlýtur hvatningarverðlaun

Fimmtudaginn 16. mars fór fram athöfn í Höfða þar sem Réttindaráð Hagaskóla og Frosta fékk hvatningarverðlaun mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar. Við sömu athöfn hlaut Móðurmál – samtök um tvítyngi mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. Fram kom að réttindaráð Hagaskóla og Frosta hefði fengið margar tilnefningar en í rökstuðningi dómnefndar segir: „Réttindaráð Hagaskóla og aðrir nemendur sýndu eftirtektarvert fordæmi…

Nánar