Skip to content
03 mar'22

Hagaskóli fær viðurkenningu fyrir verkefnið Lesskilningur

Á Öskudagsráðstefnu Skóla- og frístundasviðs, miðvikudaginn 2. mars, fékk Hagaskóli viðurkenningu fyrir þróun á lesskilningsverkfærinu Lesskilningur. Hugmyndin að verkfærinu er að til verði gagnvirkur lesskilningsvefur sem er í senn matstæki fyrir kennara og skólayfirvöld og æfingatæki fyrir nemendur. Verkfærið hefur verið í þróun í um tvö ár en hefur verið í notkun á yfirstandandi skólaári.…

Nánar
16 feb'22

Pizzuveisla eftir að nemendur leystu allar þrautir á Degi stærðfræðinnar

Dagur stærðfæðinnar var föstudagurinn 4. febrúar. Þann dag leystu nemendur í Hagaskóla stærðfræðiverkefni í sameiningu. Áður höfðu nemendur valið máltíð sem verðlaun fyrir að leysa öll verkefnin. Skemmst er frá því að segja að pizza var máltíðin sem mikill meirihluti nemenda valdi og því er pizzuveisla í Hagaskóla í dag, á síðasta kennsludegi fyrir vetrarfrí. …

Nánar
26 nóv'21

Stafræn gróska í Hagaskóla

Frá því á síðasta skólaári hefur staðið yfir undirbúningur fyrir innleiðingu verkefnisins Stafræn gróska sem gerir ráð fyrir að grunnskólar í Reykjavík útvegi nemendum á unglingastigi tæki á mann. Um er að ræða umfangsmikið verkefni sem stendur yfir skólaárin 2021-2023 og snýr að hraðari innleiðingu stafrænnar tækni með uppbyggingu tæknilegra innviða og þjónustu, starfsþróun og ráðgjöf, eflingu…

Nánar
10 jún'21

Gleðilegt sumar

Í dag kveðja nemendur í 8. og 9. bekk kennara sína og fá vitnisburð afhentan. Útskrift 10. bekkinga fór fram í Háskólabíói í gær, miðvikudaginn 9. júní. Alls útskrifuðust 206 nemendur við hátíðlega athöfn. Sérlega ánægjulegt var að geta boðið aðstandendum uppá að vera viðstaddir athöfnina. Auk eiginlegrar útskriftar var athöfnin borin uppi af tónlistaratriðum…

Nánar
04 jan'21

Gleðilegt ár

Starfsfólk Hagaskóla óskar nemendum, foreldrum og velunnurum skólans gleðilegs árs. Fyrsti kennsludagur á nýju ári er þriðjudagurinn 5. janúar. Þann dag mæta allir nemendur kl. 08.30 og verða í skólanum fram að hádegi þ.e. til 11:40. Þeir fylgja stundatöflunni sem farið var eftir í desember og mun hún verða sett undir liðnum heimavinna í Mentor.…

Nánar
16 des'20

Jólakveðja frá Hagaskóla

Starfsfólk Hagaskóla óskar öllum gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári. Skólaárið hefur verið sérstakt eins og vorönn síðasta skólaárs. Núverandi reglugerð um sóttvarnir sem snýr að skólastarfi rennur út 31. desember. Mánudaginn 4. janúar verður starfsdagur án nemenda í Hagaskóla og munum við þá senda upplýsingar í pósti til ykkar varðandi skipulag skólastarfsins í…

Nánar
02 nóv'20

Fyrirkomulag skólastarfs 3. -17. nóvember 2020

Skvamkvæmt reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gefin var út í gær mega aðeins 25 nemendur vera saman í rými. Bekkir í Hagaskóla eru fjölmennir og því verðum við að skipta hverjum bekk í tvennt. Fyrirkomulagið verður þannig til 17. nóvember að öllum bekkjum verður skipt í tvennt og mætir hópur A í skólann kl.…

Nánar
01 nóv'20

Skipulagsdagur án nemenda mánudaginn 2. nóvember

Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnarreglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður í Hagaskóla til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki. Nemendur eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en…

Nánar
07 sep'20

Minnisvarði um Hjálmar Aðalsteinsson afhjúpaður

Þann 4. september síðastliðinn var afhjúpaður minningarskjöldur um Hjálmar Kristinn Aðalsteinsson fyrrverandi íþróttakennara í Hagaskóla á nýlegum tennisvelli við norðurhlið Íþróttahúss Hagaskóla. Hjálmar var var ötull talsmaður spaðaíþrótta og margfaldur meistari, landsliðsmaður og þjálfari í borðtennis auk þess að vera góður tennisleikari og talsmaður þeirrar íþróttar. Hjálmar hefði orðið 66 ára þann 4. september, en…

Nánar
10 ágú'20

Skólasetning mánudaginn 24. ágúst 2020

Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst. Nemendur mæta á sal sem hér segir: 8:30 – 8. bekkur, morgunhlé 9:50-10:10, hádegishlé 11:20-11:50. Eftir hádegishlé fara nemendur í 8. bekk aftur til umsjónarkennara og verða þar til kl. 12:30. 9:00 – 9. bekkur, morgunhlé 10:10-10:30, hádegishlé 11:50-12:20. 9:30 – 10. bekkur, morgunhlé 10:30-10:50, hádegishlé 12:20-12:50. Eftir skólasetninguna fara…

Nánar