Fréttir
Gleðilegt ár
Starfsfólk Hagaskóla óskar nemendum, foreldrum og velunnurum skólans gleðilegs árs. Fyrsti kennsludagur á nýju ári er þriðjudagurinn 5. janúar. Þann dag mæta allir nemendur kl. 08.30 og verða í skólanum fram að hádegi þ.e. til 11:40. Þeir fylgja stundatöflunni sem farið var eftir í desember og mun hún verða sett undir liðnum heimavinna í Mentor.…
NánarJólakveðja frá Hagaskóla
Starfsfólk Hagaskóla óskar öllum gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári. Skólaárið hefur verið sérstakt eins og vorönn síðasta skólaárs. Núverandi reglugerð um sóttvarnir sem snýr að skólastarfi rennur út 31. desember. Mánudaginn 4. janúar verður starfsdagur án nemenda í Hagaskóla og munum við þá senda upplýsingar í pósti til ykkar varðandi skipulag skólastarfsins í…
NánarFyrirkomulag skólastarfs 3. -17. nóvember 2020
Skvamkvæmt reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gefin var út í gær mega aðeins 25 nemendur vera saman í rými. Bekkir í Hagaskóla eru fjölmennir og því verðum við að skipta hverjum bekk í tvennt. Fyrirkomulagið verður þannig til 17. nóvember að öllum bekkjum verður skipt í tvennt og mætir hópur A í skólann kl.…
NánarSkipulagsdagur án nemenda mánudaginn 2. nóvember
Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnarreglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður í Hagaskóla til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki. Nemendur eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en…
NánarMinnisvarði um Hjálmar Aðalsteinsson afhjúpaður
Þann 4. september síðastliðinn var afhjúpaður minningarskjöldur um Hjálmar Kristinn Aðalsteinsson fyrrverandi íþróttakennara í Hagaskóla á nýlegum tennisvelli við norðurhlið Íþróttahúss Hagaskóla. Hjálmar var var ötull talsmaður spaðaíþrótta og margfaldur meistari, landsliðsmaður og þjálfari í borðtennis auk þess að vera góður tennisleikari og talsmaður þeirrar íþróttar. Hjálmar hefði orðið 66 ára þann 4. september, en…
NánarSkólasetning mánudaginn 24. ágúst 2020
Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst. Nemendur mæta á sal sem hér segir: 8:30 – 8. bekkur, morgunhlé 9:50-10:10, hádegishlé 11:20-11:50. Eftir hádegishlé fara nemendur í 8. bekk aftur til umsjónarkennara og verða þar til kl. 12:30. 9:00 – 9. bekkur, morgunhlé 10:10-10:30, hádegishlé 11:50-12:20. 9:30 – 10. bekkur, morgunhlé 10:30-10:50, hádegishlé 12:20-12:50. Eftir skólasetninguna fara…
NánarVetrarfrí 28. febrúar og 2. mars.
Vetrarfrí er í skólanum föstudaginn 28. febrúar og mánudaginn 2. mars. Kennsla skv. stundaskrá þrðjudaginn 3. mars.
NánarHlaut fyrstu verðlaun í smásagnakeppni Félags enskukennara
Elías Mikael Steinarsson hlaut á dögunum fyrstu verðlaun í smásagnakeppni Félags enskukennara (FEKÍ) fyrir sögu sína Only Joy. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 25. febrúar síðastliðinn. Sagan hlaut verðlaun í flokki 8.-10. bekkjar, en í sögunni má finna kraftmikið myndmál, næma frásagnarhæfni og afar frumleg efnistök. Í Hagaskóla er lögð…
NánarJólaleg jólaskemmtun nemenda
Jólaskemmtun var haldin í dag 19. desember á sal. Hver snillingurinn á fætur öðrum steig á svið og lék listir sínar. Eftirtaldir nemendur komu fram: Spunahópurinn Kók og kavíar (Daði 8. KS og Jökull 8. EE) Sunna 9. LÓM og Dýrleif 9. VGS- söngur og píanó Úlfhildur 8. DH-söngur David 8. KS-píanóleikur Freyja 10. SMV-gítarleikur…
NánarRéttindaráð hlaut viðurkenningu Barnaheilla 2019
Réttindaráð Hagaskóla/Frosta hlaut viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2019 fyrir ötullega baráttu fyrir réttindum skólasystur sinnar Zainab Safari. Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn á Nauthól á degi barnaréttinda, 20. nóvember. Harpa Rut Hilmarsdóttir, formaður Barnaheilla, flutti ávarp og tilkynnt hver hlyti viðurkenninguna sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti. Í…
Nánar