Fréttir
Skólaslit og útskrift 10. bekkinga
Þriðjudagurinn 6. júní er síðasti skóladagurinn í Hagaskóla þetta skólaárið en skólanum verður slitið í hádeginu fyrir nemendur í 8. og 9. bekk í hátíðarsal Hagaskóla. Vegna húsnæðisþrenginga getum við því miður ekki hvatt foreldra 8. og 9. bekkinga til að mæta. Útskrift 10. bekkinga fer svo fram í stóra salnum í Háskólabíói kl. 17:00.…
NánarKynningarfundur fyrir foreldra verðandi 8. bekkinga
Þessa vikuna hafa nemendur í 7. bekk í Granda-, Mela- og Vesturbæjarskóla komið í heimsókn hingað í Hagaskóla ásamt umsjónarkennurum. Þetta hafa verið skemmtilegar heimsóknir. Þriðjudaginn 30. maí kl.17.00-18.00 verður stuttur kynningarfundur um skólastarfið í Hagaskóla fyrir foreldra verðandi áttundu bekkinga. Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Hagaskóla en gengið er inn við Fornhaga.
NánarStærðfræðileikar 8. bekkjar í Korpu
Fimmtudaginn 25. maí voru stærðfræðileikar í 8. bekk Hagaskóla í Korpu. Nemendur mættu í heimastofu til umsjónarkennara og kepptu þar saman sem lið. Þau fengu öll 30 stærðfræðispurningar af mismunandi gerð, til dæmis Hvað eru margar klukkustundir í einni viku? og Hvaða gildi á x gerir jöfnuna 9/x + x = 9 sanna? Leikarnir voru…
NánarEnglish Excellence Experience
Þriðjudaginn 23. maí var uppskeruhátíð 8. bekkinga í ensku. Fyrirkomulagið var þannig að nemendur höfðu valið einn texta sem þeir höfðu skrifað í vetur og hengt upp í kennslustofunni sinni. Textarnir voru mjög fjölbreyttir, allt frá því að vera ljóð upp í langar sögur. Þegar nemendur höfðu komið textunum sínum fyrir fóru allir nemendur á…
NánarDet skal være femoghalvfjerds kroner
Þessa dagana standa yfir munnleg próf í dönsku í 10. bekk. Fyrirkomulagið er þannig að Rasmus og Kristín dönskukennarar hafa opnað kaffihús og afgreiða þar nemendur um kræsingar. Nemendur hafa undirbúið sig undir það að panta veitingar á kaffihúsi og flest kostar fimmtíu-, sjötíu- eða níutíu og eitthvað krónur. Eftir vel heppnaða pöntun fá nemendur…
NánarMatthías Björgvin Kjartansson skákmeistari Hagaskóla 2023
Föstudaginn 12. maí var haldið gríðarlega sterkt skólaskákmót í Hagaskóla þar sem allir sterkustu skákmenn skólans öttu kappi, þvert á árganga. Undanfari mótsins voru þrjú árgangamót en mikill skákáhugi er í skólanum. Á þessu lokaskákmóti skólaársins tefldu 24 keppendur úr árgöngunum þremur til sigurs. Úrslitin voru: Fyrsta sæti – Matthías Björgvin Kjartansson í 8. ASÁ…
NánarLið Hagaskóla stóð sig vel í Skólahreysti
Lið Hagaskóla keppti í 8. riðli í Skólahreysti, fimmtudaginn 4. maí. Keppnin var sýnd á RÚV og er aðgengilega á spilara RÚV. Keppt var um sæti í úrslitum sem fara fram 20. maí. Sigurliðið í hverjum riðli kemst beint í úrslit og svo þau 4 lið úr öllum riðlunum með bestan árangur. Lið Hagaskóla hafnaði…
NánarNemendur í list- og verkgreinavali á HönnunarMars
List- og verkgreinaval í 9. og 10. bekkur fékk boð um leiðsögn frá HönnunarMars með Loga Pedro vöruhönnuði núna dagana 4. og 5. maí. Logi labbaði með nemendum milli fimm sýninga og kynnti fyrir þeim nýja hönnun. Skoðaðar voru félagasýningar hjá vöruhönnuðum, grafískum hönnuðum, fatahönnuðum, upplifunarhönnuðum og flugreka sýning 66° norður. Allir höfðu gaman af…
NánarTjáning um kynheilbrigði
Nemendur í 8. bekk taka þátt í Barnamenningarhátíð sem nú stendur yfir. Undanfarið hafa þeir unnið textílverk sem eru innblásin af verkum listakonunnar Kristínar Gunnlaugsdóttur. Verk Kristínar fjalla oft um líf konunnar og kynvitund og tengjast því umræðum um jafnrétti kynjanna og mikilvægi heilbrigðar sjálfsvitundar, ekki síst hjá ungu fólki. Sýning á verkum nemendanna er…
NánarLið Hagaskóla sigurvegari í spurningakeppni grunnskólanna
Úrslit í spurningakeppni grunnskólanna fór fram þriðjudaginn 18. apríl í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hagaskóli átti að sjálfsögðu lið í keppninni. Í undarúrslitum atti lið Hagaskóla kappi við lið Kvíslarskóla og sigraði. Úrslitarimman var svo milli Hagaskóla og Setbergsskóla og vann Hagaskóli glæsilegan sigur eftir margframlengdan bráðabana. Í liði Hagaskóla voru Jóhann Hinriksson, Stefán Garðar Stígsson og…
Nánar