Skip to content

Bekkjaskipti

Lýsing á ferli

Almenna reglan í Hagaskóla er að nemendum er raðað í bekki og þeir eða foreldrar þeirra geta ekki haft áhrif á þá niðurröðun. Nemendur geta ekki skipt um bekk nema mjög gildar ástæður séu fyrir því.

Bekkjaskipti þurfa að fylgja ákveðnu ferli þar sem málið er skoðað í kjölinn, foreldrar senda formlega umsókn til námsráðgjafa með greinagerð sem er metin af stjórnendum og öllum umsjónarkennurum í viðkomandi árgangi og að auki greinakennurum ef ástæða þykir til.

Gera má ráð fyrir að ferli bekkjaskipta taki allt að fjórar vikur en bekkjaskiptin sjálf eru aðeins framkvæmd um áramót og sumar.

Mikilvægt er að ítarlegar upplýsingar liggi fyrir ef óskað er eftir bekkjaskiptum. Við mat á umsóknum þarf að taka tillit til fjölmargra þátta eins og t.d.:

  • Stærð og kynjaskipting bekkja
  • Möguleg áhrif skiptanna á nemandann sem eftir þeim óskar
  • Möguleg áhrif skiptanna á nemendur í bekkjunum sem koma við sögu
  • Stöðu mála í bekkjunum sem koma við sögu

Umsókn þarf að innihalda:

  • Nafn og núverandi bekk nemanda
  • Greinagerð þar sem ástæður umsóknarinnar eru tilgreindar
  • Óskir um bekk eða bekki sem nemandinn kýs að fara í
  • Undirritun foreldris

Matsfundur fer fram við lok hvorrar annar og foreldrar upplýstir um niðurstöðuna. Endanlegt mat byggir á faglegum forsendum þeirra sem að matinu koma.

Ef bekkjaskipti eru samþykkt fara þau fram við upphaf hvorrar annar.