Skip to content

Appelsínur í hugsandi kennslurými í stærðfræði

Í stærðfræði í 8. bekk hefur verið unnið í anda hugmynda um hugsandi kennslurými (e. thinking classroom). Hugmyndafræðin byggir að hluta til á samvinnu og lausnaleit nemenda. Nú á dögunum unnu nemendur áhugavert verkefni þar sem þeir fengu það viðfangsefni að rannsaka hvernig yfirborðsflatarmál kúlu er reiknað. Fyrsta skrefið er að greina verkefnið og eiginleika þess sem verið er að rannsaka. Eftir að nemendur höfðu rætt málið og fengið vísbendingar sem leiða þá áfram í lausnaleit sinni hófu þeir vinnu við að ákvarða hversu marga fleti flatarmál hrings með sama geisla og kúla hefur, yfirborðsflatarmál kúlunnar myndi þekja. Myndirnar hér að neða sýna það ferli og allir sem hafa séð þessar myndir átta sig á og gleyma því aldrei að yfirborðsflatarmál kúlu er fjórfalt flatarmál hrings með sama geisla og kúlan hefur.