Skip to content

Upplýsingar til foreldra / Information for parents -English below

Skólastarf Hagaskóla breytist töluvert fram að páskum vegna samkomubanns. Hverjum bekk hefur verið skipt í tvennt og mæta nemendur annan hvern dag í skólann, a.m.k. í þessari viku.
Skólinn hefst á ólíkum tímum á morgnana eða frá 8:30 – 9:05 og lýkur kennslu fyrir hádegi.

Hver bekkur verður eingöngu í sinni heimastofu og verður lokað á milli árganga. Nemendur ganga inn um ákveðnar dyr sem hér segir:
Nemendur í 8. bekk koma inn við bílastæði Hagaskóla, gegnt leikskólanum.
Nemendur í 9. bekk koma inn um aðalinnganginn sem snýr að Fornhaga.
Nemendur í 10. bekk koma inn í byggingu við Dunhaga.

Nemendur fara ekki út úr stofum í frímínútum og það verður enginn hádegismatur. Foreldrar eru hvattir til að senda nemendur með vatnsbrúsa og nesti í skólann. Allar umbúðir verða nemendur að taka með sér heim. Matsalurinn verður lokaður.

Íþróttakennsla í íþróttahúsi og sundkennsla fellur niður. Íþróttakennarar munu sinna hreyfingu nemenda eftir þessa viku. Fyrst um sinn fellur öll list- og verkgreinakennsla niður og valáfangar.
Skólanum og skiptiborði verður lokað klukkan 12:00 hvern dag. Í neyðartilvikum er hægt að ná sambandi við skólastjóra með tölvupósti s.ingibjorg.josefsdottir@rvkskolar.is

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með þeim ráðleggingum sem koma fram á www.covid.is 

Foreldrar geta skráð leyfi eða veikindi í gegnum Mentor. Ef um er að ræða veikindi eða sóttkví vegna covid-19 eru foreldrar beðnir að upplýsa  skólastjóra um það.
Umsjónarkennarar munu upplýsa ykkur síðar í dag hvort ykkar börn komi í skólann á morgun, þriðjudag eða á miðvikudaginn og klukkan hvað þau eiga að mæta í skólann.

Due to the current ban on public gatherings in Iceland Hagaskóli’s schedule will be significantly affected until Easter. To accommodate the ban each class will be divided into two groups and the groups will attend school every other day. This arrangement applies for the current week, and is subject to change in the following weeks.

School will start at different hours in the morning, from 8:30 until 9:05, and school will finish before noon.

Each class will stay in their home room for the entire school day and there will be no interaction between grades. Students will enter the school in different locations as outlined below:
8th grade students will enter through the entrance by Hagaskóli’s parking lot,opposite the kindergarten
9th grade students will enter through the main entrance, facing Fornhagi.
10th grade students will enter through the entrance by Dunhagi.

There will be no free time outside the classroom and lunch will be suspended. We urge parents to ask students to bring water bottles and food to school. Students will be required to leave with all packaging or containers they bring to school. The mess hall will be closed.

Physical education, including swimming, will be suspended. The physical education teachers will provide students with exercise in some form.
The school, along with its offices, will be closed each day at 12:00. In emergencies you can contact the principal via email: s.ingibjorg.josefsdottir@rvkskolar.is

We urge parents to follow the guidelines presented on the following webpage: www.covid.is

Parents can register sick leave via Mentor. If students have been quarantined or are suspected to have been infected with the Covid-19 virus you should inform the principal via the email above.
The students’ home room teachers will inform you later today whether your child or children will be coming to school tomorrow or Wednesday and what time they are to attend.