Hagaskóli

Skólastefna

Í Hagaskóla afli nemendur sér þekkingar og leikni og temji sér vinnubrögð sem stuðla að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska

Skólastarfið leggi grunn að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfi hæfni þeirra til samstarfs við aðra

Skólabragurinn stuðli að því að nemendur tileinki sér gott siðgæði, sýni virðingu og vinnusemi


Kennsluhættir og námsmat

 • Lögð sé áhersla á að hver nemandi njóti alhliða menntunar við sitt hæfi og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska sinn og áhuga
 • Lögð sé áhersla á að þróa fjölbreytta kennsluhætti og námsmat
 • Mótuð sé stefna sem miði að því að námsframvinda hvers nemanda sé í samræmi við getu hans og þroska

Líðan nemenda

 • Nemendur finni öryggi og vellíðan í skólanum
 • Samskipti starfsfólks og nemenda mótist af gagnkvæmri virðingu og hlýju

Aðstæður til náms og vinnu

 • Skólahúsnæði og umhverfi þess sé hlýlegt og vistlegt.
 • Skólalóðin sé bæði hluti af námsumhverfi og aðlaðandi og öruggt leiksvæði.
 • Fyrir hendi sé góð aðstaða til tómstundastarfs.

Innra starf

 • Hagaskóli vinni í átt að markmiðum sínum með ákveðnum hætti þar sem öllum er ljóst til hvers er ætlast að þeim og hvaða svigrúm er til athafna.
 • Í Hagaskóla eru til staðar mælikvarðar til að meta nám og aðra þætti skólastarfsins.
 • Hagaskóli sé þekkingarsamfélag og tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi.
 • Starfsmenn finni vellíðan og öryggi í starfi.

Heimili og skóli - grenndarsamfélagið

 • Gagnkvæm og virk upplýsingamiðlun sé milli heimila og skóla.
 • Öflugt félags- og listalíf sé starfrækt innan Hagaskóla.
 • Reglulegt samráð og samvinna sé við þá aðila sem koma að starfi unglinga í skólaumhverfinu.