Hagaskóli

Skóla-, mætingar- og prófareglur

Skólareglur

 1. Samskipti í skólanum skulu byggjast á virðingu, kurteisi og tillitssemi. Nemendum ber að hlýða fyrirmælum alls starfsfólks skólans.
 2. Einelti af öllu tagi, ógnandi framkoma við aðra og beiting ofbeldis er bönnuð í skólanum.
 3. Nemendur eiga að mæta stundvíslega.
 4. Nemendur eiga að koma undirbúnir í kennslustundir og hafa meðferðis tilskilin gögn.
 5. Nemendur skulu ganga vel um skólann og sýna umhverfinu virðingu.
 6. Nemendur mega hvorki hlaupa né stimpast innan veggja skólans.
 7. Neysla sælgætis og gosdrykkja er bönnuð í kennslustundum.
 8. Notkun síma og hljómflutningstækja er bönnuð í kennslustundum nema um annað sé samið.
 9. Myndatökur eru bannaðar í skólahúsnæði Hagaskóla á skólatíma nema með sérstöku leyfi skólastjórnar.
 10. Neysla og dreifing tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er bönnuð í skólanum, á lóð hans og á ferðalögum á hans vegum.

Reglur um mætingar

 • Nemendur skulu mæta á réttum tíma í allar kennslustundir.

 • Nemandi telst seinn ef hann mætir til kennslustundar sem er hafin. Kennslustund er hafin þegar kennari hefur hleypt nemendum inn í kennslustofu.

 • Ef nemandi mætir í kennslustund eftir að  10 mínútur eru liðnar af kennslustundinni telst nemandinn vera fjarverandi.

 • Umsjónarkennari sendir mætingu heim reglulega með tölvupósti. Foreldrar og nemendur hafa viku til að bregðast við.

 • Nemendur fá einn punkt fyrir að mæta einu sinni of seint en tvo punkta fyrir að vera einu sinni fjarverandi.

Mætingareinkunn

Mætingareinkunn verður gefin í heilum og hálfum tölum.  Við hvern punkt lækkar mætingareinkunn um 0,1.

Viðbrögð við versnandi mætingu:

Ef nemandi fer niður fyrir 8 í mætingareinkunn ræðir umsjónarkennari  við nemandann.

Ef nemandi fer niður fyrir 7 í mætingareinkunn hefur umsjónarkennari  samband við foreldra.

Ef nemandi fer niður fyrir  6 í mætingareinkunn vísar umsjónarkennari  málinu til nemendaþjónustunnar  sem boðar foreldra á fund með umsjónarkennara.

Ef nemandi fer niður fyrir  5 í mætingareinkunn vísar nemendaþjónustan í samráði við umsjónarkennara   máli nemandans  til skólastjóra/aðstoðarskólastjóra sem boðar foreldra á fund.

Ef nemandi fer niður fyrir  4 í mætingareinkunn  vísa skólastjórnendur málinu til nemendaverndarráðs og Vesturgarðs.

Ef nemandi fer niður fyrir 2 í mætingareinkunn  vísa skólastjórnendur málinu til nemendaverndarráðs og barnaverndar.


Prófareglur

 1. Nemendur skulu mæta stundvíslega í próf og hafa meðferðis skriffæri og önnur tilskilin gögn.
 2. Nemandi sem mætir eftir að lokapróf í grein hefst fær ekki aukinn próftíma.
 3. Nemendur mega ekki skila prófúrlausnum fyrr en helmingur er liðinn af próftíma. Nemendum sem mæta eftir það er ekki heimilt að þreyta prófið.
 4. Nemendur skulu ekki valda truflun á próftíma. Rétta ber upp hönd þurfi nemandi að ná sambandi við kennara.
 5. Verði nemandi uppvís að svindli er nemandinn færður til skólastjórnenda þar sem hann klárar prófið.
 6. Þegar nemandi hefur lokið lokaprófi í grein skal hann yfirgefa prófstofu. Í áfangaprófum skal nemandi hinsvegar sitja áfram í prófstofu og vinna að öðrum verkefnum þar til prófi lýkur.
 7. Nemanda er óheimilt að vera með hljómtæki eða farsíma í prófum.
 8. Vilji nemandi gera athugasemd við próf eða framkvæmd þess, skal hann koma athugasemdum sínum á framfæri við aðstoðarskólastjóra, strax að loknu prófi.
 9. Reglur þessar gilda í öllum prófum í Hagaskóla.

 

 • Brot á prófreglum geta varðað brottrekstri úr prófi.
 • Komi til brottvísunar úr prófi reiknast prófið sem ólokið og fær nemandinn lágmarkseinkunn. Umsjónarkennari skal tilkynna forráðamanni komi til brottvísunar nemanda úr prófi.
 • Mæti nemandi ekki til prófs, án löglegra forfalla, reiknast prófið sem ólokið og fær nemandinn lágmarkseinkunn.