Skipulag vordaga

Próftafla vorannar 2018

Dagsetning 8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur
þri 22. maí enska samfélagsfræði íslenska
mið 23. maí danska stærðfræði samfélagsfræði
fim 24. maí stærðfræði enska danska
fös 25. maí náttúrufræði danska náttúrufræði
mán 28. maí íslenska náttúrufræði stærðfræði
þri 29. maí samfélagsfræði íslenska enska

 

Nemendur mæta í prófstofur stundvíslega kl. 8:50 og prófin hefjast kl. 9:00 nema þriðjudaginn 22. maí sem er heill skóladagur. Þann dag mæta nemendur kl. 8:30 og verða í skólanum til kl. 14:00. Því er mikilvægt að nemendur komi með gögn með sér þann dag til að undirbúa sig fyrir próf. Nemendur sem eru í mataráskrift fá hádegisverð að loknu prófi. Sjá prófareglur í Hagaskóla.

Sjúkrapróf verða fimmtudaginn 31. maí.


Almenn dagskrá vordaga

Á vordögum hefst dagskrá nemenda kl. 9:00 og stendur til 14 eða þar um bil.

 • 22.-29. maí (þriðjudagur til þriðjudags) – Vorpróf í öllum árgöngum.
 • 29. maí – Nemendur í 10. bekk fara í vorferð á vegum foreldra. Nemendur í 8. og 9. bekk verða í skólanum út skóladaginn.
 • 30. júní – Íþrótta- og leikjadagur í 8. og 9. bekk. 10. bekkur verður í vorferð.
 • 31. maí – 4. júní – Listadagar. Þemavinna nemenda þar sem þemað er Listir og menning. Listahátíð verður haldin mánudaginn 4. júní kl. 11:30-13:30.
 • 5. júní  – Umsjónarkennaradagur. Umsjónarkennarar skipuleggja kveðjudag með nemendum sínum. Prófsýning verður kl. 14-15. Kennarar verða í heimastofum með sín próf þannig að nemendur sem vilja skoða próf verða að fara milli stofa.
 • 6. júní – 10. bekkjardagur í Hagaskóla þar sem 10. bekkingar kom og kveðja skólann sinn og hvort annað. 8. og 9. bekkur verður í útivistardagskrá þennan dag.
 • 7. júní  – Skólaslit fyrir nemendur í 8. og 9. bekk.
  • Nemendur í 8. bekk mæta kl. 13:00 á sal í Hagaskóla.
  • Nemendur í 9. bekk mæta kl. 14:00 á sal í Hagaskóla.
  • Nemendur í 10. bekk mæta kl. 16:45 í stóra salinn í Háskólabíói. Athöfnin hefst kl. 17:00.